Ský - 01.02.1998, Page 19
Lolla
hvor af öðrum og séu þá til ama á
leikæfingum. Verður þá löng þögn hjá
Ólafíu Hrönn og ekki laust við að hún
verði skömmustuleg á svipinn.
„Jú ... jú ... einu sinni lék ég á móti
leikara og var svo skotin í honum að
ég gat ekki leikið á móti honum. Ég
var bara nýbyrjuð að leika, var ægilega
hrifnæm og taldi mig vera yfir mig ást-
fangna af manninum. Ég hafði áður
leikið á móti honum þegar ég var yngri
og fannst hann æðislega sjarmerandi.
Ég komst svo yfir þetta meðan á æf-
ingunum stóð, en þama sýndi ég ekki
fagmannlega takta.“
Talið berst að leikurum og segist
Ólafía Hrönn eiga einn uppáhaldsleik-
ara að öllum öðrum ólöstuðum.
„Mér þykir rosalega vænt um hana
Dóru. (Halldóru Geirharðsdóttur).
Hún er svo ekta, alvöru og falleg
manneskja. Svo er hún svo mikill pæl-
ari, gerir skemmtilegar tilraunir á
sjálfri sér og það er alltaf svo mikið í
gangi hjá henni. Mér þykir vænt um
hana.“
Ólafía Hrönn segir það mjög mis-
munandi hvort leikarar haldi mikið
hópinn og séu í vinskap í frítímum sín-
um. Hún hafi til að mynda aldrei verið
mikið með vinnufélögunum í sínum
frítíma.
„Bára Lyngdal leikkona var mín
vinkona í leikhúsinu, en hún er nú flutt
út til Svíþjóðar. Upp á síðkastið hef ég
helst umgengist Helgu Brögu, en það
rugla okkur alveg ótrúlega margir
saman og við erum orðnar verulega
þreyttar á því. Það er endalaust verið
að þakka mér fyrir það sem hún hefur
gert og svo öfugt. Við erum að spá í að
splæsa í flettiskiltaauglýsingu til þess
að leiðrétta þennan sífellda mis-
skilning. Jón Gnarr stakk upp á þessu
úrræði og mér finnst það hugmynd
sem er vert að skoða því meira að
segja þegar við erum að leika í sömu
sýningunni heldur fólk að það sé trix
og önnur leiki bæði hlutverkin.“
Karlmennirnir þora ekki
Er ónæði af því að vera frægur og sí-
fellt stoppaður á ferðum sínum um
stræti borgarinnar?
„Ég veit ekki hvort maður á að
kalla það ónæði því fólk er mjög gott
við mig. Svo er ekki sama hvemig fólk
tjáir sig. En mér þykir mjög vænt um
það sem sumir segja og er mjög sátt
við það þegar fólk kemur að máli við
mig og þakkar mér fyrir eitthvað. Því í
raun er fólkið að tjá manni ást sína.“
Ólafía Hrönn segist ekki líta á sig
sem fræga manneskju. Hún sé bara
Lolla sveitapía að austan. Þó sé gaman
að frægðinni þegar hún geri vart við
sig og sýni sig í þakklæti og hrifningu
fólksins. En á móti sé ókostur frægðar-
innar sá að geta ekki horfið í fjöldann.
Kjaftasögur eru hluti af frægðinni
og Ólafía Hrönn telur öruggt að eitt-
hvað sé skrafað um hana og ábyggi-
lega nóg tilefni til umtals. En hún
heyrir ekki kjaftasögurnar og segist
vera alveg sama um slíkan óhróður
svo framarlega sem fólk fari ekki að
líta á hana með ógeði og fyrirlitningu.
„Annars reyni ég að lifa samkvæmt
þeirri sannfæringu minni að heiðar-
leikinn sé fremstur dyggða. Að fólk
eigi að leitast við að vera heiðarlegt,
bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum.
Að viðurkenna hugsanleg mistök sín
og segja meiningu sína geri hún gagn,
jafnvel þótt hún særi, en aðeins ef hún
gerir gagn. Ég þoli ekki yfirborðs-
kennd, þegar fólk virðist ekki ná í
sjálfið sitt og er í einhverjum tilgangs-
lausum leik. Það fer eiginlega of mikið