Ský - 01.02.1998, Page 34
Björgunarsveitir
hópinn því færari. Þar eru einnig at-
vinnumenn í ferðamennsku sem hafa
það að lifibrauði að leiðbeina mönnum
yfir jökla á íslandi og Grænlandi, klífa
með þeim hæstu fjöll og kenna ísklifur
og jöklasprang. Þetta eru þrautþjálfað-
ir harðjaxlar sem láta sér fátt fyrir
brjósti brenna.
Það eru haldnar sérstakar æfingar
fyrir undanfarana og hópurinn verður
fyrir vikið oft þétt og lokuð klíka sem
gerir nýliðum enn erfiðara fyrir um
inngöngu. Það er hins vegar ákveðinn
styrkur fyrir hópinn, og ekki er neinni
miskunn fyrir að fara ef einhver sýnist
vera að missa úthaldið eða mæta illa.
Þá er mönnum ýtt út
úr hópnum og nýr
kemur inn í staðinn.
Þetta gerist annað-
hvort að frumkvæði
viðkomandi undan-
fara eða þá að hann er
einfaldlega beðinn að
rýma skápinn sinn.
Meðalaldur undan-
fara er á bilinu 25 til
30 ár. Einn hinna
yngstu mun vera 21
árs nýliði hjá Flug-
björgunarsveitinni og
þar er einnig að finna
elsta starfandi undan-
farann. Sá varð
fimmtugur í desem-
ber síðastliðnum og
hélt upp á afmælið sitt á Hvannadals-
hnjúk í grimmdarfrosti þegar sólar-
gangur er hvað stystur á Islandi. Al-
mennt eru menn ekki teknir inn í slíka
hópa yngri en 20 ára.
í öllum sveitunum tíðkast að menn
eru teknir inn í hóp undanfaranna á
sömu skilmálum og nýliðar inn í sveit-
irnar. Fyrst eru þeir hafðir með til
reynslu og ef fyrsta árið gengur vel eru
þeir teknir inn sem fullgildir undanfar-
ar.
Hverjir eru bestir?
Það er mjög mikil samkeppni um
stöðu í hópi undanfara en samkeppnin
milli sveita er einnig mikil. Slíkur ríg-
ur er að mestu leyti góðlátleg sam-
keppni sem birtist í gælunöfnum eins
og „Flubbar“ fyrir Flugbjörgunarsveit-
ina eða gamansömum skeytum í gesta-
bókum fjallaskála. En rígurinn er líka
til í nokkurri alvöru og þegar Flubb-
amir týndu hópi nýliða á Landmanna-
afrétt fyrir nokkrum árum sögðu gár-
ungarnir að þeir hefðu frekar látið þá
verða úti en að kalla á skátana til þess
að leita.
Til þess að koma í veg fyrir að slík-
ur rígur spilli því sem er raunverulegur
tilgangur alls starfsins eru haldnar
sameiginlegar æfingar með hinum
fjórum hópum undanfaranna fjórum
sinnum á ári. Auk þess eru samræmdar
kröfur og markmið sem gerir það að
verkum að hópur undanfara úr ólíkum
sveitum getur unnið vel saman á vett-
vangi. Þetta samstarf þvert á sveitir
gerir það að verkum að undanfaramir
þekkjast flestir vel annaðhvort úr starf-
inu innan sveitarinnar eða úr öðrum
félögum, svo sem Islenska alpa-
klúbbnum eða áþekkum félögum.
Sumir líkja þessum ríg við þann
sem er milli fótboltafélaga, það er að
hann sé fyrst og fremst á yfirborðinu
en hverfi þegar menn þurfi að standa
saman þegar út í alvöruna er komið.
Halda tryggð við sína sveit
Þetta samstarf undanfaranna þvert á
sveitarbönd er nýmæli, en annars halda
menn yfirleitt ævilangri tryggð við þá
björgunarsveit sem þeir starfa í og
skipta ekki um sveit eins og fótbolta-
menn um félög. Þó flestar sveitirnar
sem starfrækja undanfara séu nógu
gamlar til þess að komin er upp önnur
kynslóð gildir ekki sama tryggðin við
sveit milli kynslóða. Þannig eru bræð-
umir Hörður og Hallgrímur Magnús-
synir Everestfarar báðir í undanfara-
hópi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík
meðan faðir þeirra Magnús Hallgríms-
son er ævifélagi og stjórnarmaður í
Flugbjörgunarsveitinni. Björn Ólafs-
son Everestfari er í sama undanfara-
hópi meðan Einar Stefánsson sem
einnig fór á Everest er undanfari í
Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Innan
undanfarahópsins má einnig finna
harðjaxla eins og Leif Öm Svavarsson
en hann og Einar Torfi Finnsson
frændi hans eru atvinnuleiðsögumenn
sem hafa meðal annars leiðbeint ferða-
mönnum yfir Grænlandsjökul. Þeir eru
báðir í Flugbjörgunarsveitinni, en Páll
Sveinsson formaður Islenska alpa-
klúbbsins er undanfari í Hjálparsveit
skáta í Reykjavík. Af þessari handa-
hófstalningu má auðveldlega sjá að
meðal undanfaranna er að finna reynd-
ustu og harðsvíruðustu ferðamenn og
fjallagarpa á íslandi og þó víðar væri
leitað.
Engarkonur takk
Glöggur lesandi sér ef-
laust að fram að þessu
hefur verið talað um und-
anfarana í karlkyni. Til
þess liggja ekki einungis
málfræðilegar ástæður
heldur þær að undanfarar
em nær 100 prósent karl-
ar. Til skamms tíma voru
konur ekki teknar inn í
Flugbjörgunarsveitina og
það gerðist reyndar ekki
fyrr en að undangengnum
miklum umræðum og
baráttu, en margir eldri
félagsmenn börðust hart
gegn því. Þetta breyttist loks fyrir fjór-
um ámm og nú er ein kona komin svo
langt að vera talin nýliði innan undan-
farahóps Flugbjörgunarsveitarinnar.
Þegar hún verður fullgildur undanfari,
sem er talið nær víst, fellur enn eitt
vígi karlmennskunnar því hún verður
fyrsta konan í þeim hópi. Nokkur
dæmi eru úr öðrum sveitum um að
konur hafi verið í undafarahópi og frá
því að þeim var komið á fót hefur yfir-
leitt verið einhver kona í undanfara-
hópi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík
þó nú sé þar engin.
Af þessu má ráða að það em vissu-
lega til íslenskar sérsveitir. Þeir sem
vilja komast í þessar sérsveitir ættu að
sækja um í næstu björgunarsveit og
hefja æfingar og þjálfun. Öfugt við
suma starfsbræður þeirra í útlöndum
vinna þeir hetjudáðir sínar í kyrrþey og
helga líf sitt þjálfun og aga sem miðar
að því að geta bjargað mannslífum
þegar á reynir. An endurgjalds.
Páll Asgeir Asgeirsson er blaðamaður. Hann
kemst ekki í hóp undanfara úr því sem komið er.
Björgunarsveitarmenn að störfum á vettvangi snjóflóðsins í Flateyri.
Þar voru fyrstir á vettvang undanfarar björgunarsveitanna.
32