Ský - 01.02.1998, Side 48

Ský - 01.02.1998, Side 48
Færeyjar gesta í kringum 25 ár og dúndrandi diskótónlist í hljóðkerfi staðarins. Signar frá Streymnesi útskýrði fyrir mér að þetta hefði alltaf verið svona. „Ætli það sé ekki vegna þess að fólki finnist bara miklu skemmtilegra að dansa svona,“ sagði hann þegar ég spurði hvemig stæði á þessu. Og það er örugglega rétt hjá honum, hugsaði ég um leið og ég bölvaði í hljóði yfir því að hafa hætt tíu ára gamall í sam- kvæmisdönsum í dansskóla Hermanns Ragnarssonar. Þ að eru yfir 70.000 rollur í Færeyj- um, eða um 50 stykki á hvem fer- Heimavöllur færeyska fótboltalands- liðsins er í Tóftum á Austurey í um það bil 40 mínútna akstursfjarlægð frá Þórshöfn. Þessi eini grasvöllur eyjanna er merkilegt mannvirki sem var sprengt út í bergið með hraði eftir að Færeyingar unnu fyrsta sigur sinn í undankeppni heimsmeistarakeppn- innar. Það var gegn Austurríkismönn- um og þá lék færeyska liðið heima- leiki sína í Landskrona í Svíþjóð. Ein af fjölmörgum göngum sem Færeyingar hafa byggt. Frægustu gangnamannvirkin eru á hinni ílöngu Karlsey sem er meira eða minna sundurboruð og hefur fyrir vikið fengið gælunafnið Blokkflautan. Þorpið Funningur á Austurey. kílómetra. Það er því óhætt að segja að eyjamar standi undir nafni. Rollumar eru enda áberandi þar sem þær eru á beit við vegina og jafnvel á ferð inn í bæjunum. Veturnir eru mun mildari í Færeyjum en hér. Sjaldan festir snjó og því gengur féð úti allt árið. Mér var sagt að í nánast hverri einustu fjöl- skyldu á eyjunum sé að minnsta kosti einn sem á kindur. Menn slátra svo grip og grip eftir hendinni en innlendi stofninn endar ævi sína yfirleitt sem skerpukjöt. Færeyingar kaupa víst frekar íslenskt lambakjöt á grillið. Flugfélag Islands flýgur tvisvar í viku milli Fœreyja og Islands. 46

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.