Ský - 01.02.1998, Side 52
AKUREYRI
FLUGFÉLAGSBÆRINN
Þóra Einarsdóttir og Jóna Fanney Svavarsdóttir. Þóra leikur barnfóstruna Maríu
í Söngvaseiði, en Jóna Fanney, sem er bróðurdóttir Kristjáns Jóhannssonar,
leikur Lísu og er það hennar fyrsta stóra hiutverk á leiksviðinu.
25 ára afmæLi atvinnuleikhúss
á Akureyri i haust
Þann 6. mars frumsýnir Leikfélag Akureyrar söngleik-
inn sígilda Söngvaseið eftir Rodgers og Hammer-
stein júníor. Þetta er stærsta uppfærsla Leikfélags-
ins á þessu leikári, um tuttugu manns stíga á svið og
fjórtán hljóðfæraleikarar taka þátt í sýningunni.
Frumsýningin markar einnig tímamót í starfi LA því með
henni verða vígðar endurbætur á sal Samkomuhússins
sem unnið hefur verið að í tæpt ár. Trausti Ólafsson leik-
hússtjóri segir að endurbæturnar séu sérstaklega mikil
framför fyrir áhorfendur því sjónlína úr sal hafi verið
stórbætt, en einnig verða sett upp ný og betri sæti.
Leikfélag Akureyrar hélt á síðasta ári upp á tvenn stóraf-
mæli, leikfélagið sjálft varð 80 ára og 90 ár voru liðin frá
vígslu Samkomuhússins. í haust fagnar Leikfélagið enn
einum áfanganum, en þá er aldarfjórðungur liðinn frá
því að það var formlega gert að atvinnuleikhúsi.
LA er langstærsta einstaka listastofnunin á Akureyri og
leikur stórt hlutverk í bæjarlífinu. Undanfarin leikár hafa
tæplega 14.000 gestir komið að meðaltali á sýningar
Leikfélagsins og jafngildir það því að næstum hver íbúi
hafi komið þar einu sinni inn fyrir dyr.
Að sögn Trausta er töluvert um það að utanbæjarfólk
geri sér ferð í bæinn til þess að koma í leikhús.
„Það má til dæmis nefna að um tíu prósent áhorfenda á
Hart í bak nú í haust komu úr Reykjavík sem er mjög gott
fyrir haustsýningu því yfirleitt er meiri umferð að sunnan
eftir áramót. Þá höfum við líka fundið fyrir miklum
straumi vestan yfir Öxnadalsheiði, úr Skagafirði og Húna-
vatnssýslu, sem er mjög ánægjulegt," segir Trausti.
Söngvaseiður er ekki eina verkið sem LA frumsýnir á
næstu mánuðum. Um páskana verður einleikur byggður
á Markúsarguðspjalli settur upp á Renniverkstæðinu í
leikstjórn Trausta, en það er Aðalsteinn Bergdal sem mun
þreyja þá þolraun að leika verkið.
Þar sem hjarta listarinnar sLær
Það má segja að hjarta listarinnar á Akureyri slái í Grófargilinu í miðbæ
bæjarins þar sem áður var mikill iðnrekstur á vegurn KEA. Árið 1991 var
stofnað félag sem fékk nafnið Gilfélagið og hefur það í samvinnu við
bæjaryfirvöld staðið að uppbyggingu lifandi menningarmiðstöðvar i
Grófargilinu og þar eru nú til húsa Listasafnið á Akureyri, Myndlistar-
skólinn á Akureyri, Listaskálinn (vinnustofur), fjölnotahúsin Deiglan og
Ketilhús, Café Karólína, arkitektastofa, skrifstofa Gilfélagsins, sölu-
galleríið Samlagið, Gallerí Svartfugl og gestavinnustofa fyrir listamenn
hvaðanæva að.
Á þessum slóðum er því örugglega alltaf eitthvað um að vera. Og oft
margt í einu, myndlistarsýningar, fyrirlestrar, tónleikar og fleira.
Sérstaka athygli má vekja á að djasskvöld eru í Deiglunni flesta
fimmtudaga.
Gilfélagið hefur umsjón með gestavinnustofunni sem hefur verið
mjög vinsæl meðal listamanna. í vetur hefur bandaríski skúlptúristinn
David Hebb haldið þar til og unnið að verki sem hann hyggst reisa í
Hrísey síðar í sumar.
Grófargil
„Eg byggi þetta að hluta til á norrænni goðafræði, en
það má segja að inntak verksins sé barátta inaðarsam-
félagsins við náttúruna," segir David Hebb sem hér sést
við módel af verki sínu.
50