Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 57

Ský - 01.02.1998, Blaðsíða 57
 AKUREYRI ■ FLUGFÉLAGSBÆRINN ■ Nágranninn i norðri Austurströnd GrænLands Það átta sig sjálfsagt ekki allir á því að samgöngur við byggðirnar á Ammassalik-svæðinu og Ittoqqortoormiit á austurströnd Grænlands eru um margt greiðari frá íslandi heldur en innanlands í Grænlandi. Það segir þó sjálfsagt meira en mörg orð að fyrir rúmlega ári var um það samið að Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri tæki við sjúklingum frá þessum byggð- arlögum í stað þess að þeir yrðu fluttir á spítala á Græn- landi. Þetta byggist fyrst og fremst á góðum flugsamgöngum sem Flugfélag Norðurlands á heiðurinn af að hafa komið á laggirnar og Flugfélag íslands sinnir núna. Ferðaskrifstofan Nonni Travel hefur um árabil staðið fyrir ferðum til austurstrandar Grænlands. Að sögn Hel- enar Dejak, stjórnanda ferðaskrifstofunnar, eru mannleg samskipti milli íslendinga og íbúa austurstrandarinnar vaxandi. Nefnir hún sem dæmi að þann 14. desember síðastliðinn hafi verið stofnað vinabæjarfélag milli Ittoqqortoormiit og Dalvíkur. „Og svo er alltaf að verða meira og meira um það að Grænlendingar komi í frí hingað til Akureyrar. Þeim finnst gott að koma hingað og segja að Reykjavík sé allt of stór fyrir þá,“ segir Helena. Undanfarin ár hefur verið stöðug aukning í sölu á ferð- um til Grænlands hjá Nonna Travel, ekki síst yfir vetrar- mánuðina. Nefnir Helena sem dæmi að nú í janúar hafi 50 ferðamenn farið þangað á vegum ferðaskrifstofunnar. En það skrítna við þetta er þó það að allt voru það er- lendir ferðamenn. Það er eins og við íslendingar höfum ekki enn áttað okkur á þvílíkur undraheimur er hérna rétt í næsta nágrenni. Gisting og matur FjöLmargir vaLkostir Fiðlarinn er á fimmtu hæð við Skipa- götu og býður óumdeilanlega upp á besta útsýni allra veitingahúsa bæjar- ins. Rússneski ryðkláfurinn sem liggur við hafnarbakkann við Drottningar- braut stingur þó í augun og getur tæplega kallast bæjarprýði. En heimamenn eru sjálfsagt orðnir ýmsu vanir eftir að þrír álíka kláfar frá Rostock lágu þar um tíma í fyrra. Auk þessara góðu hótela er um marga aðra gistimöguleika að velja á Akureyri; önnur hótel, ýmis gisti- heimili og jafnvel íbúðir og hús. Og svo er auðvitað tjaldsvæði Akureyrar- bæjar, sem er mjög miðsvæðis, einn kostur - en þó varla nema fyrir mestu hreystimenni á þessum árstíma. Fiðlarinn á þakinu. Þegar kemur að gistingu fyrir norðan hafa ferðamenn úr mörgu að velja. Flottasta hótelið nú sem fyrr er Hótel KEA sem er nánast í orðsins fyllstu merkingu í miðjum miðbænum. Foss- hótelkeðjan tók við rekstri KEA á síð- asta ári og heitir hótelið nú Fosshótel KEA, en keðjan rekur tíu hótel vítt og breitt um landið. Var þá bryddað upp á þeirri nýbreytni að fá vertana á Greifan- um við Glerárgötu til þess að sjá um veitingastaði hótels- ins. Að öðru leyti er reksturinn óbreyttur. Einn besti ráðstefnu- salur bæjarins er á KEA. Fosshótel Harpa er annað hótel sem Fosshótelkeðjan rekur, en það er við hliðina á KEA og er undir stjórn sama hótelstjóra. Hótel Akureyri er vinalegt hótel sem stendur í brekkunni, rétt við samkomuhúsið. Hótelið er rekið af sömu aðilum og hafa veitingahúsið Fiðlarann á þakinu á sínum snærum. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.