Ský - 01.02.1998, Qupperneq 62

Ský - 01.02.1998, Qupperneq 62
 AKUREYRI 1 ■ FLUGFÉLAGSBÆRINN Barir/Kaffihús/ Skemmtistaðir Fyrst: Ekki verða undrandi þótt fremur rólegtsé á börum og kaffihúsum bæjarins á virkum kvöldum. Heimamenn fara yfirleitt ekki út að skemmta sér nema á föstudags- og laugardagskvöldum en taka þá líka vel á því. Góði dátinn er beint fyrir ofan Sjallann. Þetta er íþróttabar í ætt við Glaum- bar þar sem hægt er að horfa á beinar sjónvarpsútsendingar frá knattspyrnu- leikjum þegar þær eru í boði. MTV tekur síðan við á skjám staðarins á öðrum stundum. Dátamenn hafa verið að reyna að hressa upp á fimmtudagskvöld með því að bjóða ýmis tilboð fyrir ölþyrsta og má reikna með að framhald verði á því. Meginþorri viðskiptavina Dátans, eins og staðurinn er jafnan nefndur, er fólk í kringum tvítugt, það er að segja nemendur í MA og VMA. Oddvitinn er risastór dansstaður sem heldur uppi heiðri tónlistar í ætt við þá sem Ingimar Eydal og félagar voru þekktir fyrir að flytja. Á Oddvitann fara þeir sem vilja fá sér snúning og hafa til þess nóg pláss. Kaffi Akureyri. Stórpoppararnir Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir eru í fararbroddi eigenda þessa kaffihús sem stendur við Ráðhústorgið. Flug og munir því tengdir setja svip sinn á innréttingarnar sem annars eru í hefðbundnum kaffihúsastíl. Við Pollinn átti góðu gengi að fagna frá opnun og naut þar auðvitað almenningshylli eins af eigendunum, handboltahetjunnar Alfreðs Gíslasonar. Nú er Alfreð farinn - í bili a.m.k. - en Pollurinn á enn sína fastagesti. Kúnnahópurinn er almennt nokkuð blandað- ur hvað aldur snertir. Rúnar Júlíusson og Tryggvi Hubner halda gjarnan uppi stuðinu um helgar, en einnig er af og til lifandi tónlist á fimmtudögum. Plánetan er nýr næturklúbbur sem stendur við göngugötuna. Höfðar kannski aðallega til yngri kynslóðarinnar með danstónlist og blikkljósum. Café Karolína er fyrst og fremst kaffihús, en þar er hægt að fá áfengar veig- ar þegar kvölda tekur. Karolína nýtur nálægðarinnar við helstu sýningarsali bæjarins og þar má oft sjá ýmsa listhneigða bæjarbúa og aðkomufólk. Þetta er rólegur staður á tveimur hæðum þar sem „volume" takkinn á magnaran- um fer aldrei yfir miðjuna. Kjörinn til þess að setjast niður og spjalla, lesa blöðin eða spila á spil. Menntskælingar halda gjarnan til á efri hæðinni. Takið eftir að á Karolínu er ekki bara hægt að fá snarl á borð við salthnetur og nachos með veigunum heldur einnig harðfisk með smjöri - sem er auðvitað til fyrirmyndar. Sjallinn er heimavöllur Stebba Hilmars, Helga Björns og annarra sveitaballa-hljómsveita-töffara. Þegar ein- hver af stóru hljómsveitunum kemur til Akureyrar spilar hún í Sjallanum og troðfyllir nánast alltaf stað- inn. Kaffi kverið er staðsett í bókaversluninni Bókvali. Þar eru í boði léttar veitingar og bakkelsi sem hægt er að maula á meðan litið er í tímarit og dagblöð. Svo er líka hægt að virða fyrir sér bæjarlífið því göngugatan er beint fyrir utan gluggann. Kverið er opið á sama tíma og Bók- val sem lokar klukkan 22.00. Á seji á illjurðjj'i Febrúar • Listasafnið á Akureyri: Sýning á vatnslita- myndum Ásgríms Sveinssonar. • Bókasafn Háskólans á Akureyri: Sýning á verkum Brian Pilkington. • Leikfélag Akureyrar: Renniverkstæði. Á ferð með frú Daisy. Leikendur: Sigurveig Jónsdóttir, Þráinn Karlsson og Aðalsteinn Bergdal. Leikstjóri Ásdís Skúladóttir. 18.02 • Almennur félagsfundur Gilfélags í Deiglu kl. 20.00. • Ljóðakvöld á Sigurhæðum kl. 20.40. 19. til 20.02. • Ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri um „Sagnahefð í nútímasamfélagi, hagnýtíng og þró- un“. 20.02. • Lifandi dagskrá um „Munnlega sagnahefð“ í Deiglu kl. 20.00. Erindi halda Robin Gwyndaf frá Wales, David Campell og Duncan Williamson frá Skotlandi ásamt fleirum. 21.02. • Þjóðleg skemmtun í Deiglu. Hagyrðingar láta gamminn geysa. Fjórir fjörugir og tvær trylltar. Stjórnandi Erlingur Sigurðarson. 21.02. til 01.03. • Dekurdagar á Akureyri. Sérlega vel verður gert við heimafólk og ferðamenn þessa viku. Ýmsar uppákomur í bænum og á útivistarsvæðum hans í næsta nágrenni. 25.02. • Ljóðakvöld á Sigurhæðum kl. 20.40. 26.02. • Heitur fimmtudagur. Djassklúbburinn. Djamm- sessjón á norðlenska vísu ásamt Dixílandbandi kl. 21.30 í Deiglu. Mars 04.03. • Ljóðakvöld á Sigurhæðum kl. 20.40. 06.03. • Söngvaseiður. Leikfélag Akureyrar frumsýnir. Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir, Hinrik Ólafsson, Jóna Fanney Svavarsdóttir og Hrönn Hafliðadótt- ir. Leikstjóri Auður Bjarnadóttir. 07.03. • Ketilhúsið. Fyrirlestur og módelsýning hjá bandaríska listamanninum David Hebb. 01. til 08.03. • Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju, athugið nánar auglýsta dagskrá. 11.03. • Ljóðakvöld á Sigurhæðum kl. 20.40. 18.03. • Ljóðakvöld á Sigurhæðum kl. 20.40. 25.03. • Ljóðakvöld á Sigurhæðum. kl. 20.40. 25.03. • Skíðamót íslands hefst í Hlíðarfjalli. 26.03. • Heitur fimmtudagur. Djassklúbburinn. Söng- kvennadjass og djasskvartett kl. 21.30 í Deiglu. 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.