Ský - 01.02.1998, Side 63

Ský - 01.02.1998, Side 63
I RUMA HALFA OLD HEFUR PRENTSMIÐJAN ODDI HF VERIÐ í FARARBRODDI Á SÍNU SVIÐI. ÞEKKINGU, REYNSLU OG HÆFNI HÖFUMVIÐAÐ LEIÐARLJÓSI. ÞAÐ EROKKAR HAGUR OG VIÐSKIPTAVINA OKKAR PRENTSMIÐJAN ODDI HF Höfðabakka 3-7 112 Reykjavík Sími 515 5000 Fax 515 5051 Ásta Hrönn Björgvinsdóttir er konan á bak vió World Class Akureyri -Ský kynning Kjarnorkukona „Björn hringdi í mig í apríl síðastliðið vor og spurði hvort ég væri ekki til í að setja upp litla stöð með honum hérna. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um og mánuði síðar vorum við búin að kaupa þetta húsnæði." Það er Ásta Hrönn Björg- vinsdóttir, framkvæmdastjóri World Class á Akureyri, sem hefur orðið og er að lýsa aðdragandanum að opnun World Class fyrir norðan, en sá Björn sem hún talar um er hálfbróðir hennar, Björn Leifsson, eigandi World Class í Reykjavík. Stöðin opnaði formlega í október í sérstaklega fallegu húsi sem stendur í hjarta bæjarins niður við Pollinn. Að sögn Ástu hafði hún fyrir opnun World Class aldrei komið nálægt rekstri líkamsræktarstöðvar. „Ég hafði hins vegar kynnst heilsurækt sem neytandi og ég var búin að mynda mér mjög ákveðna skoðun á því hvernig á að gera hlutina og hvernig á ekki að gera þá," segir hún. Ásta og Björn tóku við húsinu tæplega fokheldu og hafa innréttað það glæsilega. Húsið er mjög opið, en í grófum dráttum má segja að það skiptist í tvo sali, upphitunarsal og tækjasal, en búningsaðstaða skilur þá að. Ásta Hrönn er uppalin á Flateyri og kom til Akureyrar til þess að fara í skóla og vinna í banka árið 1979. En þar fann hún líka manninn sem hún átti eftir að giftast og hefur búið þar síðan. Ásta er ekki kona sem situr með hendur í skauti sér. Hún vann í Búnaðarbankanum um sjö ára skeið, en hætti að vinna úti eftir að hún eignaðist seinna barn sitt. Hún sett- ist svo á skólabekk í VMA árið 1988. Þaðan lauk hún stúd- entsprófi vorið 1992 og innritaðist um haustið í sjávarútvegs- fræði í Háskólanum á Akureyri. Ásta tók sér frí frá náminu á síðasta ári, meðal annars til þess að vinna að opnun World Class, en tók aftur upp þráðinn um áramótin og stefnir að því að útskrifast á þessu ári. Aðspurð hvernig hún fari eiginlega að þessu, auk þess að reka heimili, segir Ásta að þetta gangi furðu vel upp. „Námið fer vel saman við rekstur stöðvarinnar. Sjávarút- vegsfræðin er þverfaglegt nám þar sem eru kenndar bæði rekstrar- og faggreinar. Það er til dæmis lögð mikil áhersla á matvælafræði sem passar mjög vel við starf mitt í heilsu- geiranum," segir hún. Akureyringar hafa tekið World Class vel og er aðsókn að stöðinni vaxandi. Ásta segist þó hafa fundið fyrir því að Ak- Ásta Hrönn Björgvinsdóttir ureyringar séu hvekktir á utanaðkomandi aðilum sem hafa skyndilega gefist upp á rekstri fyrir norðan og pakkað sam- an. „Það er engin hætta á því með World Class. Við erum kom in til að vera," segir hún og brosir.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.