Ský - 01.02.2001, Qupperneq 9
FYR5T & FREMST
FOLK, Blu, LEIKHUS,
TÓNLIST, TÍSKfl, MflTUR
□RYKKUR’ HEILSFI,
KYNLÍF, NETB
hann á afmæli Ljósmynd: Spessi
Einhver dyggasti boöberi djasstónlistarinnar á íslandi er Jón Múli
Arnason. Þann 31. mars fagnar þessi fyrrum eftirlætisútvarps-
maöur þjóöarinnar, tónskáld og enn sannfærði kommúnisti 80 ára
afmæli sínu. Af því tilefni munu lög Jóns Múla hljóma á veglegum
tónleikum í Salnum á sjálfan afmælisdaginn, sem ber upp á laugar-
dag. Einn af þeim sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu
tónleikanna er Óskar Guöjónsson, saxófónleikari, en hann leiöir
einmitt hljómsveitina Delerað sem gaf út diskinn Söngdansar Jóns
Múla Árnasonar síðastliðið haust. Óskar hefur nú bætt um betur því
hann og Eyþór Gunnarsson, besti djasspíanóleikara landsins og þó
víöar væri leitað, hafa hljóöritað annan disk með lögum Jóns Múla.
I þetta skipti er engin hljómsveit, heldur bara þeir tveir; píanó og
saxófónn. Þeir félagar komu saman eitt síödegi nú í vetur í Salnum
t Kópavogi og spiluðu inn á band lög á borð viö Snjór og vítamín,
Án þín, Þaö sem ekki má og Tempó prímó. „Ég er t skýjunum með
þennan disk,” segir saxófónleikarinn. „Við Eyþór vorum búnir að æfa
hvor t stnu lagi þau lög sem viö ætluðum aö taka og renndum okkur
svo beint í upptökurnar. Sum lögin eru fyrsta taka hjá okkur. Þetta
gekk ótrúlega vel. Ef einhver þekkir lögin hans Jóns Múla, þá er þaö
Eyþór." Þess má geta aö eiginkona Jóns Múla, Ragnheiöur Ásta
Pétursdóttir, og móöir Eyþórs eru ein og sama konan. Aö sögn
Óskars veröa lög af báöum diskunum fyrirferðarmikil á dagskrá
tónleikanna. „Þetta er Itka fyrirtaks blanda, hljómsveitarútsetning-
arnar eru keyrsla og stuð, en dúettlögin róleg og rómantísk." JK
SKÝ 7