Ský - 01.02.2001, Side 14
AUSTAN AUSTURAR Ljósmyndir: Brian Sweeney
Þeir sem eiga leiö til New York gera margt vitlausara en að heimsækja Williamsburg - hverfið I Brooklyn. Fyrir nokkrum árum hófu ungir
listamenn, sem ekki höfðu efni á himinhárri leigunni á Manhattan, að streyma austur yfir East River og f leit að ódýrum fbúðarhæðum
f þessu hverfi, sem er þekktast fyrir að vera heimkynni stærsta samfélags strangtrúaðra gyðinga (hassída) utan ísraels. í kjölfariö tók
hverfið að hreytast hratt. Gyöingarnir eru þar enn við sínar götur en víða annars staðar hafa sþrottið upþ kaffihús, gallerf og næturklúbb-
ar (margir staðir eru allt í senn - fmyndið ykkur blöndu af Kaffibarinum á föstudagskvöldi og Gallerí Nema hvað).
Ef þið eigið leið um hverfið, kíkið þá inn f Galapagos, sem er gömul breytt vöruskemma, umlukin síki, með nýjustu teknó-tónlistinni inni
fyrir og mjög nútímalegri sýningaraðstöðu baka til. Það er líka þess virði að líta viö á Black Betty’s og hlusta ef til vill á Ijóðaupplestur,
fönk, raregroove eða aðra notalega tónlist; eöa þá á Pete’s Candy Store, þar sem reglulega spila hljómsveitir. Eigandinn er sviðsmynda-
hönnuður og hefur skapað athyglisverðan stað. Almennt er afslöppuð stemmning í þessum hluta Williamsburg, sérstaklega miðað við
New York. Það er stutt á milli bara og aldrei að vita nema maður rekist á nútíma Kerouac. BS og JK
I
LEIKHU5
Laufin í Toscana Á hverju sumri kemur stórfjölskyldan saman til aö treysta böndin, þótt þaö kosti
átök og árekstra. Meinfyndiö verk um ráðvillt nútímafólk eftir einn vinsælasta leikritahöfund Noröur-
landa en hann hlaut nýlega Norrænu leikskáldaverðlaunin. Leikstjóri er Viöar Eggertsson en
leikarar eru Ragnheiður Steindórsdóttir. Siguröur Skúlason, Guörún S. Gísladóttir, Stefán Jónsson,
Valdimar Örn Flygenring, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Erlingur Gíslason og Atli
Rafn Siguröarson. Frumsýning í mars á Stóra sviði Þjóöleikhússins.
Syngjandi í rigningunni (Singin' in the Rain) Viö erum stödd í Hollywood þegar fyrsta talmyndin
lítur dagsins Ijós. Þöglu myndirnar hverfa á augabragöi og gömlu stjörnurnar fá skyndilega málið.
Dansað, steppaö og sungið af hjartans lyst. Einn frægasti söngleikjur aldarinnar, nú I fyrsta sinn á
íslandi. Meðal leikenda eru Stefán Karl Stefánsson og Rúnar Freyr Gíslason. Ken Oldfield leikstýrir
en tónlistarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson. Frumsýning í aprfl á Stóra sviöi Þjóöleikhússins.
Kontrabassinn Eftir Patrick Suskind Þrjátíu og fimm ára einstæður kontrabassaleikari segir frá lífi
sínu meö kontrabassanum, míkilvægi hans og eiginleikum og þvi ömurlega hlutskipti aö lifa og búa
meö honum. Hann er ekki fallegur, hann er ekki mubla eins og flygili, heldur miklu fremur eins og
fjötur um fót. Hann stendur alltaf álengdar og vakir yfir öllu - jafnvel þegar vinkonur koma f heim-
sókn, þá glápir hann á. Ellert A. Ingimundarson fer meö hlutverk kontrabassaleikarans og leikstjóri
er Kjartan Ragnarsson. Frumsýning í febrúar í Borgarleikhúsinu.
The Vagina Monologues Eftir bandaríska
leikskáldiö Eve Ensler, er byggt á viðtölum
höfundar viö alls konar konur, gamlar konur
og kornungar, um þeirra leyndustu parta,
píkuna. Höfundur setur hugsanir viömælenda
sinna fram á einstakan hátt og lýsir meö
þessu safni eintala Iffi og lífsviöhorfum ólíkra
kvenna. Sum þessara eintala eru nokkurn
veginn orðrétt viötöl. í öörum er slegið saman
tveímur eða fleiri viðtölum og í sumum byrjaði
höfundur með örfáar viötalssetningar og lét
síöan gamminn geisa. Hún spurði allar
konurnar sömu spurninganna. meöal annars
þessarar: Ef píkan þín klæddi sig, í hvaö
myndi hún fara? Svörin voru jafnólík og
konurnar sjálfar. Sigrún Edda Björnsdóttir leik-
stýrir þessari uppfærslu sem er gerð fyrir
þrjár leikkonur og veröur frumsýnd I Borgar-
leikhúsinu í vor.
12 SKÝ