Ský - 01.02.2001, Qupperneq 31

Ský - 01.02.2001, Qupperneq 31
„íhaldið hafði mjög sterka skoðun á því hver ætti að verða sjónvarpsstjóri árið 1990 þegar við tókum við Stöð 2 og ég hafnaði því.“ Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur verið iðinn við að senda þér tóninn í pistlum á heimasíðu sinni; hefur þig aldrei langað til að svara honum? Nei, ráðherrar koma og fara. Ég veit ekki af hverju ég ætti að svara honum og skil reyndar ekki af hverju hann nennir að vera að skrifa um mig. Hann hlýtur að hafa mjög lítið að gera. rmw „Ég hef nú talið það mér til tekna að þegar Davíð fór í framboð til borgar- stjórnar 1978 lánaði ég honum skrifstofu Skífunnar og síma fyrir prófkjörið í Sjálfstæðisflokknum." En er þetta ekki ákveðið hrós fyrir þig að menntamálaráðherra og einn helsti for- ystumaður stærsta flokks landsins, skuli skrifa reglulega um þig? Nei, ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta mjög undarlegt allt saman. Það er líka athyglis- vert að ráðherra sem fer með málefni út- varps og sjónvarps sjái sig knúinn til þess að niðurlægja eitt fyrirtæki og hrósa öðru eins og hann gerði í pistli á dögunum. Ég held að þetta myndi hvergi gerast annars staðar í hinum vestræna heimi. Auk þess er hann líka að kasta steinum úr glerhúsi. Hann segir að ég sé sá í hópi fjölmiðlaeig- enda sem helst láti kveða að sér á gráu svæði milli fjölmiðla og stjórnmála um þessar mundir. Fyrir það fyrsta er þetta ekki rétt og í öðru lagi ætti hann að líta sér nær. Ég sé ekki betur en Sjálfstæðis- flokkurinn sé með þá stöðu sem hann vill hafa í öllum fjölmiðlum á íslandi, nema hjá okkur í Norðurljósum. Þá ert þú væntanlega að tala um að í hópi eigenda og stjórnenda Morgunblaðsins, DV og Skjás 1 sé fólk sem gegnir eða hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, og sjálfstæðismaður er útvarps- stjóri RÚV? Við þurfum ekki að tíunda þetta, en dæmin eru nærtæk. Allir þekkja hvernig saga Morgunblaðsins og Sjálf- stæðisflokksins tvinnast saman, fjölskylda fyrrverandi formanns flokksins á einn stærsta hlutinn í Árvakri og stýrir útgáfu blaðsins í dag. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, situr í stjórn Frjálsrar fjölmiðlunar og hann er einnig formaður útvarpsréttarnemdar sem er með öllu óeðlilegt. Hjá Skjá 1 er meiri- hluti eigenda dyggir Sjálfstæðismenn þannig að flokkurinn hefur komiö sér vel fyrir þar. Og í ríkissjónvarpinu ræður Sjálf- stæðisflokkurinn því sem hann vill ráða. Ég held að það sé misskilningur ef menn halda að þeir verði eitthvað stærri á stjórn- málasviðinu með þvt að hafa menn í stjórnum fjölmiðla. Ég held að þjóðin dæmi þessa menn af verkum þeirra t rtkisstjórn og á Alþingi en ekki af þvt hvort þeir sitja í stjórn fjölmiðla. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um meint tengsl þín við R-listann. Það rétta t þvt máli er að þegar R-listinn náði völdum I Reykjavík hafði ég ekki haft nein afskipti af honum eða hann af mér. Ég þekkti til dæmis ekki Ingibjörgu Sólrúnu og ég man ekki hvort ég þekkti nokkurn á þeim lista sem var í framboði. Þegar við Ingibjörg Sólrún hittumst á ýmsum mannamótum eftir kosningarnar tókum við tal saman og hlógum að þessum sögum. Og þannig má segja að sögusagnirnar hafi orðið til þess að við kynntumst og erum í dag ágætir kunningjar. Svipaða sögu er að segja af kunningsskap okkar Ólafs Ragnars, en menn eignuðu mér að hafa stutt hann í kosningabaráttunni. Ég lagði ekkert fé til framboðs hans fyrir kosningar. Ég studdi hann hins vegar þegar til mín var leitað eftir kosningarnar. Og hið sama á reyndar við um alla stjórnmálaflokka. Ég hef lagt fé til allra flokka og þar er Sjálfstæðis- flokkurinn ekki undanskilinn. Almennt er ég meira hrifinn af einstakling- um I pólitík en flokksstefnum. Traust og heiðarleg manneskja í stjórnmálum er meira virði en allt annað. Þess vegna er ég mun hrifnari af því kosningafyrirkomulagi sem er hér í Bretlandi en á íslandi, það er að segja einmenningskjördæmum þar sem maður kýs einstakling en ekki flokkslista. Því hefur verið haldið fram að þú hafir ætlað að taka Samfylkinguna upp á þína arma, en ekki litist á þann söfnuð og því ákveðið að styrkja Framsóknarflokkinn frekar? Þú hlærð bara? Það er ekki hægt annað. Hvað finnst þér um forsætisráðherrann? Hann er auðvitað snjall. Verk hans tala fyrir sig sjálf. Á valdatíma hans, og samstarfs- flokka hverju sinni, hefur margt breyst. Frelsi í viðskiptum hefur aukist, ýmis höft horfið og við höfum færst nær Evrópu með ýmis mál. Davíð hefur verið farsæll og afgerandi stjórnmálamaður. Hann er skörungur og skemmtilegur maður. Ég hef nú talið það mér til tekna að þegar Davíð fór í framboð til borgarstjórnar 1978 lánaði ég honum skrifstofu Skífunnar og síma fyrir JÓN ÓLAFSSON SKÝ 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.