Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 39
reka hugleiðslumiðstöðina Lótushús í Kópavogi, í tengslum við The
World Spiritual University, Brahma Kumaris á Indlandi. Fólk fer T miðstöðina til að upplifa innri frið og læra að hugleiða.
Námskeiðin eru byggð upp á þekkingaratriðum um sálina og lífið. Sigrún er jafnframt með námskeið í grænmetismatreiðslu.
Þórir Barðdal og Sigrún Olsen
Við hvað fáist þið?
,,Við vorum í andlegri leit hér og þar. Fyrir
þremur árum fundum við loks á Indlandi
það sem við höfðum verið að leita að, í
hinum andlega háskóla the World Spiritual
University, Brahma Kumarais.
Eftir að hafa dvalið nokkra mánuði á
Indlandi báðu fulltrúar skólans okkur að
opna samskonar fræðslumiðstöð heima á
íslandi.
The World Spiritual University Brahma
Kumarais (Andlegi alheimsháskólinn) erí
samvinnu við UNESCO, en það var
einmitt skólinn sem var í forsvari fyrir
á mínútuþögn I þágu heimsfriðar árið
1988. Skólinn hefur miðstöðvar í áttatíu
löndum um allan heim.
Fólk getur gert ráð fyrir að öðlast hugarró í
gegnum þekkingu á sálinni. Við bjóðum
upp á byrjendanámskeið þar sem fólk
kemur sjö sinnum í eina og hálfa klukku-
stund t senn. Það er kannski svipað því að
læra stafrófið - svona skemmri skírn - á
því byggir síðan hin andlega vinna.
Lótushús er við höfnina í Kópavogi, stein-
snar frá sjónum. Fólk getur komið daglega,
vikulega, tvisvar t viku, eða I raun bara
þegar það vill.
Lótushús, Bakkabraut 7a, 200 Kópavogi. Sími
564 3555
ENDURREISh
LDS OG ANDA SKÝ 37