Ský - 01.02.2001, Side 44
Vesturferðir
PÓLLAND A ISAFIRÐI?
AFRÍKA I BOLUNGARVÍK?
Veistu hvað er hægt að finna mörg þjóðerni á Vestfjörðum? Á fimmta tuginn!
Enda er þar haldin þjóðahátíð. Hátíðin hefur alltaf verið óhemju vel sótt og í hvert sinn sprengt utan af
sér húsnæðið. Fyrst var hún haldin í skóla, svo í íþróttahúsi, því næst í skóla og íþróttahúsi - en ekkert
dugði enda hafa gestir verið hátt á annað þúsund. Nú mun UNESCO styrkja næstu hátíð sem stendur í
heila viku, 17. -24. mars, með ýmsum uþpákomum víða um Vestfirði. Meðal dagskrárliða eru:
• Listsýning í Súðavík með alþjóðlegu ívafi, afrakstur af samkeppni í grunnskólum og leikskólum
• Alþjóðlega brúðusafnið á Flateyri verður kynnt og um leið stórmerkilegt þróunarstarf I atvinnusköpun kvenna
í þremur heimsálfum sem safnið er sprottið úr
• Heit stemning á afrísku kvóldi í Bolungarvík
• Kaffiboð að hætti Pólverja þar sem aldursbilið er brúað og börn og fullorðnir hafa ofan af fyrir gestum
• Nýbúamiðstöð á Vestfjörðum verður formlega opnuð
• Hátíðardagskrá í íþróttahúsi ísfirðinga á Torfnesi með fjölþjóðlegri menningu og matarréttum frá öllum
heimshornum. Síðan verður dansað fram á nótt við alls kyns framandi tónlist.
SKELLTU ÞÉR Á ÞJÓÐAVIKU VESTFIRÐINGA
WKKMHKBSBi
'if *
Skíðavikan er hátíð sem haldin er á Isafirði um
páska ár hvert. Sklðavikan er til jafns helguð vetrar-
íþróttum, allrahanda útiveru og líflegu mannlífi.
Skíðavikan á ísafirði á sér langa sögu. Hátíðin var
fyrst haldin árið 1935, enda hefur hún fyrir löngu
öðlast fastan sess í lífi Isfirðinga og ekki síður þeirra
fjölmörgu gesta sem hafa sótt ísafjörð heim um
páska.
Það ætti engum að leiðast á Sklðaviku. Á fjöl-
breyttri dagskrá hátíðarinnar eiga allir að finna eitth-
vað við sitt hæfi. Þar á ekki að skipta máli hvort
maður er fjallagarpur, næturhrafn eða tíu ára meö
páskaeggjadellu. Það er aukaatriði að kunna á skíði.
Bara að geta brosað móti hækkandi sól I góðum fé-
lagsskaþ. Á Skíðaviku eru allir á heimavelli.
Bryddað er upp á nýjungum á hverju ári, I bland við
hefðbundna dagskrárliði sem alltaf virka. Hápunktur
vikunnar er Garpamótið þar sem fræknir skíðakappar
liðinna ára etja kappi hver við annan og oft er kappið
meira en forsjáin.
Meðal nýjunga I ár er sklða- og snjóbllaferð á Galt-
arvita þar sem töfraðar verða fram veítingar I boði hús-
ráðanda og hraðamæling á skíðum.
NANARI UPPLYSINGAR:
SKÍÐAVIKA: 456 5121 / 450 8012 • www.akademia.is/vestfirdir • www.snerpa.is/sfi
ÞJÓÐAHÁTÍÐ: 450 3000 / 456 7300
SKÍÐASVÆÐI: www.bb.is • www.vestfirdir.is • www.vesturferdir