Ský - 01.02.2001, Síða 76

Ský - 01.02.2001, Síða 76
Ut á ísinn Þorpið Ittoqqortoormiit á austurstönd Grænlands er fimm hundruð kílómetra fyrir norðan heimskautsbaug. Þar lifa 565 sálir í eigin tímabelti í meira nábýli við náttúruöflin en flestar aðrar manneskjur á þessari jörð. Jón Kaldal og Páll Stefánsson Ijósmyndari heimsóttu þessa einangruðustu byggð Grænlands þegar hitastigið fór niður fyrir -30°C og fóru í veiðiferð út á ísinn með heimamönnum. Sólin er rétt að lyfta sér upp yfir sjóndeildarhringinn og láréttir geislar hennar mála snjófjúkið bleikt yfir ísi lögðum sjónum við þorpið Ittoqqortoormiit á austur- strönd Grænlands. Veiðimaðurinn Boas Madsen er að festa hundateymið sitt fyrir framan sleðann og skammt frá er félagi hans, Jonas Pike, við sömu iðju. Hundarnir sem eru komnir í teymið ráða sér vart fyrir kæti og vilja ólmir komast af stað. Hinir sem eiga að verða eftir ýlfra hins vegar svo skelfilega ámátlega að maður getur ekki annað en vorkennt þeim. Boas og Jonas eru að gera sig klára fyrir að halda út á ísinn á selveiðar og við Páll ætlum að slást í för með þeim. Þetta er snemma t mars og hitamæiirinn sýnir mínus -31°C en Boas segir okkur að þegar vind- kælingin er tekin með í reikninginn sé kuldinn sjálf- sagt fyrir neðan -40°C. Við þessar aðstæður eru tölu- verð hætta á kali og það er því eins gott að láta ekki blása lengi á bert hold. Við erum sem betur fer vel búnir og þótt heimamennirnir séu ekki í eins þykkum úlpum og við virðist kuldinn hafa lítil áhrif á þá. Veiðimannasamfélag Jonas og Boas eru tveir af um fimmtíu veiðimönnum í þessari 565 manna byggð sem framfleyta sér og fjölskyldum sínum eingöngu á veiðum. í kringum þorpið eru einhverjar gjöfulustu veiðilendur Grænlands og er þar meðal annars að finna seli, rostunga, náhvali og ísbirni. 74 SKÝ ÚTÁÍSINN Ittoqqortoormiit stendur rúmlega 500 kílómetra norður af heimskauts- baug I mynni Scoresbysunds, sem er stærsti fjörður veraldar. Fjörðurinn er nefndur eftir skoskum hvalveiðiskipstjóra sem kannaði hann árið 1822. Scoresby kapteinn lagði ekki í að sigla inn í botn þessa 38.000 ferkílómetra stóra fjarðar þar sem hann var hræddur um að frjósa inni með skip sitt. Reyndar taldi Scoresby að þetta væri alls ekki fjörður heldur sund sem lægi þvert í gegnum Grænland og er það skýringin á nafninu. Á tungu innfæddra heitir fjörðurinn Kangersuttuaq, sem þýðir einfaldlega stór fjörður. Ittoqqortoormiit er afskekktasta byggð Grænlands. Tvisvar á ári kemur eitt af flutningaskipum grænlensku heimastjórnarinnar með vörur í kaup- félagið, byggingarefni og aðrar nauðþurftir. Þessar skipakomur eru yfirleitt t seinni hluta júlt og t ágúst. Hafísinn lætur ekki undan stga fyrr en í júlt og í október er hann yfirleitt lagstur yfir aftur. Fyrir utan þessar tvær skipakomur eru einu samgöngur íbúa þorpsins við umheiminn áætlunarflug Flugfélags íslands. Tvisvar I viku fer flugvél frá Reykjavtk, höfuðborg Islands, til flugvall- arins Nerlerit Inaat, sem er t 50 kílómetra fjarlægð frá þorpinu. Þaðan er svo haldið áfram með þyrlu til þorpsins. Flug getur verið erfitt á þessum slóðum yfir vetrarmánuðina þegar veður eru válynd. Þrátt fyrir einangrunina eiga tþúar Ittoqqortoormit sérstakt tilkall til frægðar, þorpið þeirra er á eigin ttmabelti. Einum ttma á undan Greenwich- tíma á veturna og tveimur á sumrin; klukkurnar í Ittoqqortoormiit eru stilltar á annan ttma en á nokkrum öðrum stað á jarðarkringlunni. Út á ísinn „Taama, taama!" öskrar Boas rámri röddu og hundarnir rykkja sleðanum af stað. Framundan er um það bil tíu kílómetra ferð á ís að opnum sjó, eða „munni hafsins" eins og heimamenn kalla það. Öflugir straumar t mynni hins mikla fjarðar sjá til þess að þar leggur sjóinn ekki, sama hversu kalt verður. Það er þessi gríðarlega stóra vök sem hefur verið forðabúr og tilveru- grundvöllur þorpsins allt frá þvt það varð til. Sjávarspendýrin halda þarna til og síðla vetrar leggja ísbirnir leið sína hjá þegar þeir leggja í stna árlegu makaleit. Tíu hundar draga sleðann sem við Boas sitjum á en tveir hundar hlaupa lausir með. Þeir notfæra sér frelsið með því að velta sér af og til upp úr snjónum og atast í félögum sínum sem eru t vinnunni. Við gætum þess að snúa baki t ntstandi vindinn. Eftir um það bil klukkustundar akstur komum við að lítilli húsaþyrpingu sem Boas segir að heiti Ittajimmiit. Þar búa sjö manns að staðaldri. Við stoppum eitt augnablik og annar lausu hundanna er spenntur t teymið fyrir sleða Jonasar. Það veitir heldur ekki af því auk okkar tveggja sem sitjum á honum flytur sleðinn litla flatbytnu. Vindinn hefur lægt og kuldinn verður skaplegri fyrir vikið. Við erum komnir út að opnum sjó og höldum nú meðfram tsbrúninni, lengra, lengra og lengra frá föstu landi. Fyrir neðan tveggja metra þykkan tsinn er ekkert nema sjór. Að aka á hundasleða eru engu Itkt. Hundarnir virðast vita nákvæmlega hvert þeir eru að fara og Boas segir ekki orð. Það er algjör þögn fyrir utan másið I hundunum og marrið I snjónum. Heimurinn aðeins til í tveimur litum, hvttum og bláum; snjór, haf og himinn. Hundasleðar eru ennþá öruggustu farartækin fyrir lengri vetrarferðir á Framhald á bls. 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.