Ský - 01.02.2001, Síða 80
Grænlandi. Ólíkt vélsleöum og snjóbílum þrífast
hundarnir vel í kuldanum og bila ekki.
Landnámið
Þrátt fyrir aö fundist hafi allt aö fjögur þúsund ára
gömul ummerki um tilvist manna á þessum slóðum er
saga stöðugrar byggöar við „Stóra fjörðinn" ekki löng.
Ittoqqortoormiit er þriðja yngsta byggð Grænlands.
Árið 1925 stigu sjötlu innfæddir íbúar bæjarins
Ammassalik, konur, karlar, börn og gamalmenni, um
borð i danska heimskautafarið Gustav Holm og var
ætlunin að nema land við Scoresbysund undir for-
ystu Danans Ejnars Mikkelsen. Ástæða fararinnar
var tvíþætt. Annars vegar hafði byggðin í
Ammassalik, sem er 800 kílómetrum sunnar á
austurströndinni en Ittoqqortoormiit, stækkað það
mikið að veiðilendurnar í kringum bæinn nægðu ekki
lengur öllum. Þyngra vó sjálfsagt að á þessum tíma
áttu Danir í deilum við Norðmenn um yfirráð yfir
norðausturhluta Grænlands. Norðmenn höfðu stund-
að þar ýmsar veiðar svo árum skipti og höfðu í
hyggju að slá eign sinni á svæðið. Voru þeir reyndar
búnir að gefa því nafn og kölluðu það Eiríks-Rauða
Það sést selur
Tæplega þremur tímum eftir að við lögðum af stað stoppum við og þriðji
veiðimaðurinn bætist I hópinn. Hann kemur frá Uunarteq sem er tuttugu
manna byggð skammt frá Ittoqqortoormiit. Það er gott að geta staðið á fætur
og hrist útlimina eftir að hafa setið hreyfingarlaus á sleðanum. Það rýkur upp
af sjónum, það er svo kalt að það eru engu líkara en hann sjóði. Félagi minn
er kominn með vægan kalblett á nefið eftir snertinguna við helkalda mynda-
vélina en ber sig þó vel.
Boas leysir hundana frá sleðanum og ég hjálpa honum að reisa tjald yfir
sleðann. Jonas félagi hans setur upp prímus, fyllir pott af snjó og innan
skamms erum við komnir með rjúkandi neskaffi í bollana. Það væsir ekki um
okkur, sitjandi á sauðnautaskinni á sleða Boasar.
Við aðkomumennirnir sjáum ekkert kvikt en Boas og Jonas taka fram
byssur sínar. Hundarnir hringa sig saman, láta fara vel um sig á ísnum og fá
sér snjó við og við til að slökkva þorstann. Mínusgráðurnar þrjátíu virðast
engin áhrif hafa á þá. Það ber lítið á bráð og eftir rúmlega þrjá tíma tökum við
tjaldið niður og höldum lengra út á ísinn. Eftir frekar stuttan akstur stoppar
Boas skyndilega. Selur hafði stungið upp kollinum skammt frá og
veiðimannsaugu hans létu það ekki framhjá sér fara. Það er ekki að sökum
að spyrja: bang, eitt skot og fyrsta bráðin liggur í valnum. Jonas og Boas
setja út flatbytnuna. Sá síðarnefndi fer út á eftir selnum og tekur hann í tog
að ískantinum þar sem báðir hjálpast að við að landa honum.
Við þurfum ekki að bíða lengi eftir því að Jonas nái sér í dagslaunin líka.
Selur hafði stungið upp kollinum skammtfrá og veiðimannsaugu
hans létu það ekki framhjá sér fara. Það er ekki að sökum að spyrja:
bang, eitt skot og fyrsta bráðin liggur í valnum.
land. Flutningur innfæddra til mynnis „Stóra
fjarðarins" var innlegg Dana í þessar deilur.
Nokkrum árum eftir þessa búferlaflutninga fór málið
svo fýrir Alþjóðadómstólinn í Haag sem úrskurðaði
Dönum í hag: Grænland skyldi vera ein heild undir
sömu stjórn.
Á leið sinni til Scoresbysunds kom Gustav Holm
við f ísafjarðarhöfn á islandi. Erindið var að vígja til
prests einn hinna innfæddu, Pastor Abel. Sagan
segir að þegar það spurðist út að danskir stjórnend-
ur skipsins ætluðu ekki að leyfa Inúítunum að fara í
land hafi íbúar ísafjarðar tekið sig saman og mót-
mælt því gerræði. Danirnir létu undan og Inúítarnir
fengu að skoða bæinn og fóru auk þess á hestbak
og í bíltúr.
Sú ákvörðun að koma við á ísafirði vegna
prestvígslunnar átti þó eftir að hafa slæmar
afleiðingar fýrir landnemana. Inflúensa stakk sér
niður í hópnum og lagði að velli marga af elstu
meðlimum hans.
Fyrsti veturinn í hinni nýju byggð var þvf mörgum
erfiður. Veiðilendurnar reyndust hins vegar gjöfulli en
bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Og
afkomendur landnemanna eru enn við mynni „Stóra
fjarðarins".
Aftur er það eitt skot sem gerir út af við bráðina og aftur fer flatbytnan á flot.
Jonas og Boas virðast vera sáttir við afrakstur dagsins. Þetta verður frekar
stutt veiðiferð f dag. Stundum eru þeir dögum og jafnvel vikum saman úti á
fsnum. Selunum er stungið undir sauðnautaskinnin á sleðunum og við Boas
fáum flatbytnuna á sleðann til okkar. Nú er engin ástæða til þess að aka
meðfram ísjaðrinum í leit að bráð svo kúrsinn er tekinn beint á þorpið.
Friðsældin er hreint ótrúleg þarna úti á ísnum. Við förum hægar yfir en
áður, báturinn og selurinn koma hundunum til að erfiða aðeins meira. En það
skiptir engu máli. Ég er farinn að venjast kuldanum og mér líður hreint ótrú-
lega vel. Svo vel reyndar að hægar hreyfingar sleðans vagga mér í svefn um
stund.
Eftir um það bil níu tíma ferðalag komum við aftur til Ittoqqortoormiit. Við
kveðjum Boas og Jonas sem halda heim á leið með fang dagsins. Samkvæmt
hefðinni er það hlutverk eiginkvenna veiðimannanna að verka skinnin.
Daginn eftir, þegar ég kem til Boasar að skila kuldabomsum sem hann
hafði lánað mér, er hann í miðju kafi að gera að selnum í forstofunni heima
hjá sér. Einu þrepi frá er fjölskylda hans í eldhúsinu að fá sér morgunmat.
Eitt augnablik velti ég því fyrir mér, borgarbarnið, hvað mér eigi að finnast.
En þetta er augsýnilega svo hversdagsleg og eðlileg athöfn fyrir fjölskylduna
að maður getur ekki látið sér bregða.
Það skrftna er þó kannski að þessi gjörólfki en heillandi menningarheimur
er aðeins f tæþlega tveggja klukkustunda flugfjarlægð frá Reykjavík með
sínum björtu Ijósum, stórmörkuðum, pizzu- og hamborgarastöðum.
JÓN KALDAL er ritstjóri Skýja og sérstakur aödáandi hins harðgera grænlenska sleöahunds.
78 SKÝ ÚT Á ÍSINN