Ský - 01.02.2001, Side 88
SAMKAUP OG MATBÆR / KYNNING
Allar verslanir Nettó og Samkaupa eru bjartar og rúmgóðar þannig að hrein unun er að gera innkaupin þar.
Meira í buddiinni
Um síöustu áramót sameinuðust sterkustu matvöruverslan-
ir landsbyggðarinnar, Samkaup Suðurnesjamanna, sem
einnig rekur Sparkaup og Kaskó, og Matbær norðanmanna
sem rekur Nettó-, Strax- og Úrvalsbúðirnar. Með sameining-
unni eru búðir Samkaupa og Matbæjar orðnar 26 talsins og
dreifast um Norðurland, Suðurnesin, Vestfirði og höfuðborg-
arsvæðið. Þess má geta að hið nýja sameinaða fyrirtæki
hefur einnig náið samstarf við Kaupfélag Héraðsbúa á
Austurlandi.
Hjá nýja fyrirtækinu starfa samtals um 500 starfsmenn, en
áætluð ársvelta er rúmir átta milljarðar. Bæði Matbær og
Samkaup hafa langa reynslu í verslunarrekstri á lands-
byggðinni og stendur því hið sameinaða fyrirtæki á gömlum
merg. Markmiðið er svo að herja með auknum þunga á höf-
uðborgarsvæðið. Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri
Samkaupa, og Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmda-
stjóri Matbæjar, segja að þrátt fyrir sameininguna muni
verslanirnar starfa áfram undir sínum gömlu merkjum.
„Helsta ástæðan fyrir sameiningunni var sú að við vildum
skapa nýtt afl á matvörumarkaðinum sem stuðlaði að hag-
kvæmni í rekstri og betri nýtingu á fjármunum og rekstrar-
þáttum," segir Guðjón. Sigmundur tekur í sama streng og
segir hið nýja afl skila sér í betri samningsaðstöðu, hag-
ræðingu í vöruinnkaupum og starfsmannahaldi.
Samkaup-Matbær kaupa allar sínar þurrvörur af vörudreif-
ingarfyrirtækinu Búri hf. „Við höfum haft gott samstarf um
innkaup á þurrvöru við Búr sem er í eigu Samkaupa, Mat-
bæjar, Kaupáss og margra kaupfélaga. Grænmeti, mjólk,
osta og kjöt kaupum við beint af birgjum eða þeirra dreif-
ingarmiðstöð," segir Guðjón og bætir við að þeir leggi mikla
áherslu á íslenska kjötvöru sem þeir kaupi af innlendum
framleiðendum, aðallega Goða og Norðlenska, og standi
ekki T innflutningi á erlendu kjöti.
Að sögn þeirra Guðjóns og Sigmundar munu neytendur
finna fyrir þyngri buddu þar sem hið nýja verslunarfélag
komi inn í beinni og harðri samkeppni við stóru verslana-
keðjurnar sem gefi raunhæfan möguleika á betra verðlagi.
Verslanir Samkaups-Matbæjar innihalda alla flóru matvöru-
verslana og bjóða jafnt lágvöruverslanir, þjónustuverslanir
og svokallaðar þægindaverslanir. „Það er aiveg Ijóst að við
munum nýta okkur sóknarfærið á höfuðborgarsvæðinu sem
er eini vaxandi markaður landsins miðað við fólksflutn-
inga,“ segir Sigmundur ákveðið. „Við erum með nokkrar
búðir á því svæði og reiknum með að bæta fleirum við í
nánustu framtíð." Þeir félagar tala þó ekki um neina bylt-
ingu hvað varðar nýjungar en benda á að þeir fylgist grannt
með því sem gerist í nágrannalöndunum og hyggist skýra
betur þær línur sem aðskilji tegundir sinna verslana.
86 SKÝ HETJUR NORÐURSINS