Ský - 01.02.2001, Side 90

Ský - 01.02.2001, Side 90
EYFIRSKUR MOLASYKUR Úr unaði yfir í heimsyfirráð Á Akureyri kremja sex kvennahendur freyspálma, sem eykur blóð- streymi hjá karlmönnum, umhella jojoba-olíu og mylja kanil, hvönn, rósir og svartan pipar þegar þær setja saman dularfulla blöndu af kynörvandi unaðsolíum. Með unaðsolíunni og undra- kreminu óx Purity Herbs úr litlu heimilisfyrirtæki upp í starfsemi sem vakið hefur athygli um allan heim fyrir einstakar vörur. Fram- leiðsla Purity Herbs er 100% náttúruleg þar sem handverkið er haft í hávegum og notaðar eru íslenskar jurtir og náttúruleg hrá- efni eingöngu. Úttroðnir sekkir af morgunfrúm, vallhumli og kamillu ásamt tugum annarra jurta eru undirstaðan í bossakremi, vörtudropum, baðsalti, andlitskremum og nuddolí- um, svo fátt eitt sé nefnt. Jurtirnar eru muldar út í olíur og látnar liggja þar í mánaðartíma, en síöan sigtaðar til blöndunar. Oft eru meira en tuttugu jurtir T einu kremi en allar eiga þær það sam- eíginlegt að vera mjög áhrifamiklar. Snyrtivörur Purity Herbs inni- halda margar efnið squalan sem er eimað úr háfalýsi frá Lýsi og er með dýrari hráefnum snyrtivöruiðnaðarins. Squalan veldur því aö olíur og krem ganga betur inn í húöina og kemur í veg fyrir að þau smiti út frá sér. fslandsklukkan glymur 1 tilefni aldamótanna skapaði Kristinn E. Hrafnsson útilistaverkið Islandsklukkuna sem vígt var á afmæli Akureyrarbæjar þann 29. ágúst 2000. I klukkuna eru greypt öll ártöl frá árinu 1000 til 2000 til minningar um þúsund ára kristni á íslandi. Klukkan slær ein- göngu á fullveldisdaginn 1. desember og í fyrsta sinn á þessu ári, eitt högg. Árið 2002 slær hún tvö högg, þrjú árið 2003 og svo koll af kolli. Það er svo vandi framtíðarinnar hvernig málum verður háttað árið 2656 eða 2999. Skammt frá íslandsklukkunni var samtímis gróðursettur kanadískur hlynur í tilefni þúsund ára landafundaafmælis í Vestur- heimi, en talið er að Guðríður Þorbjarnardóttír landnámskona hafi komið með hlyn með sér til landsins frá Ameríku. Akureyrin mín Hvað hefur Reykjavík að bjóða sem Akureyri hefur ekki? „Nákvæmlega ekki neitt. Akureyri hefur það sem þarf.“ Hvað sýnir þú ókunnugum leigubílagestum markverðast á Akureyri? „Útgerðina, skipin og bátana." Hvert færir þú með reykvískan strandaglóp ef þú vildir gera vel við hann í mat og drykk? „Ég færi með hann á Fiðlarann þar sem ég myndi panta handa honum íslenskt lamb, góðan fisk og Thulebjór." Hvar er rómantíkin líklegust til að blómstra á Akureyri? „Bíltúr T Ijósaskiptunum á fallegu haustkvöldi undir Vaðlaheiðinni hefur rómantísk áhrif. Það er fátt fegurra en að sjá Ijósin frá Akureyri speglast í Pollinum." Botnaðu þetta: Akureyrskar konur eru ... ...ósköp elskulegar og svipaðar öðrum íslenskum konum." Hver er algengasta ranghugmynd landsmanna um Akureyringa? „Það loddi lengi við Akureyringa að þeir væru seinteknir, en það er alveg liðin tíð í dag." Akureyri er fræg fyrir frumlegar útfærslur á pylsum. Hvernig er þín útgáfa? „Ég fæ mér alltaf pylsu með öllu nema remúlaði og rauðkáli. Og drekk undantekningar- laust appelsín með.“ Valgeir Þór Stefánsson, leigubílstjóri hjá Bifreiðastöð Oddeyrar, þekkir Akureyri og Akureyringa betur en margur enda hefur hann ekið um stræti Akureyrarkaupstaðar í þrjátíu og fimm ár. Ský leitaði álits hjá Valgeiri á höfuðstað Norðurlands. 88 SKÝ HETJUR NORÐURSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.