Ský - 01.02.2001, Side 90
EYFIRSKUR MOLASYKUR
Úr unaði yfir í heimsyfirráð
Á Akureyri kremja sex kvennahendur freyspálma, sem eykur blóð-
streymi hjá karlmönnum, umhella jojoba-olíu og mylja kanil,
hvönn, rósir og svartan pipar þegar þær setja saman dularfulla
blöndu af kynörvandi unaðsolíum. Með unaðsolíunni og undra-
kreminu óx Purity Herbs úr litlu heimilisfyrirtæki upp í starfsemi
sem vakið hefur athygli um allan heim fyrir einstakar vörur. Fram-
leiðsla Purity Herbs er 100% náttúruleg þar sem handverkið er
haft í hávegum og notaðar eru íslenskar jurtir og náttúruleg hrá-
efni eingöngu. Úttroðnir sekkir af morgunfrúm, vallhumli og
kamillu ásamt tugum annarra jurta eru undirstaðan í
bossakremi, vörtudropum, baðsalti, andlitskremum og nuddolí-
um, svo fátt eitt sé nefnt. Jurtirnar eru muldar út í olíur og látnar
liggja þar í mánaðartíma, en síöan sigtaðar til blöndunar. Oft eru
meira en tuttugu jurtir T einu kremi en allar eiga þær það sam-
eíginlegt að vera mjög áhrifamiklar. Snyrtivörur Purity Herbs inni-
halda margar efnið squalan sem er eimað úr háfalýsi frá Lýsi og
er með dýrari hráefnum snyrtivöruiðnaðarins. Squalan veldur því
aö olíur og krem ganga betur inn í húöina og kemur í veg fyrir að
þau smiti út frá sér.
fslandsklukkan glymur
1 tilefni aldamótanna skapaði Kristinn E. Hrafnsson útilistaverkið Islandsklukkuna sem
vígt var á afmæli Akureyrarbæjar þann 29. ágúst 2000. I klukkuna eru greypt öll ártöl
frá árinu 1000 til 2000 til minningar um þúsund ára kristni á íslandi. Klukkan slær ein-
göngu á fullveldisdaginn 1. desember og í fyrsta sinn á þessu ári, eitt högg. Árið 2002
slær hún tvö högg, þrjú árið 2003 og svo koll af kolli. Það er svo vandi framtíðarinnar
hvernig málum verður háttað árið 2656 eða 2999. Skammt frá íslandsklukkunni var
samtímis gróðursettur kanadískur hlynur í tilefni þúsund ára landafundaafmælis í Vestur-
heimi, en talið er að Guðríður Þorbjarnardóttír landnámskona hafi komið með hlyn með
sér til landsins frá Ameríku.
Akureyrin mín
Hvað hefur Reykjavík að bjóða sem Akureyri hefur ekki?
„Nákvæmlega ekki neitt. Akureyri hefur það sem þarf.“
Hvað sýnir þú ókunnugum leigubílagestum markverðast á Akureyri?
„Útgerðina, skipin og bátana."
Hvert færir þú með reykvískan strandaglóp ef þú vildir gera vel við hann í mat og drykk?
„Ég færi með hann á Fiðlarann þar sem ég myndi panta handa honum íslenskt lamb,
góðan fisk og Thulebjór."
Hvar er rómantíkin líklegust til að blómstra á Akureyri?
„Bíltúr T Ijósaskiptunum á fallegu haustkvöldi undir Vaðlaheiðinni hefur rómantísk áhrif.
Það er fátt fegurra en að sjá Ijósin frá Akureyri speglast í Pollinum."
Botnaðu þetta: Akureyrskar konur eru ...
...ósköp elskulegar og svipaðar öðrum íslenskum konum."
Hver er algengasta ranghugmynd landsmanna um Akureyringa?
„Það loddi lengi við Akureyringa að þeir væru seinteknir, en það er alveg liðin tíð í dag."
Akureyri er fræg fyrir frumlegar útfærslur á pylsum. Hvernig er þín útgáfa?
„Ég fæ mér alltaf pylsu með öllu nema remúlaði og rauðkáli. Og drekk undantekningar-
laust appelsín með.“
Valgeir Þór Stefánsson,
leigubílstjóri hjá Bifreiðastöð
Oddeyrar, þekkir Akureyri og
Akureyringa betur en margur
enda hefur hann ekið um stræti
Akureyrarkaupstaðar í þrjátíu
og fimm ár. Ský leitaði álits hjá
Valgeiri á höfuðstað Norðurlands.
88 SKÝ HETJUR NORÐURSINS