Ský - 01.02.2001, Page 95
Japanskir barnadraumar
I leit að norðurljósunum
Það er ekki bara kraumandi barskarkið I Reykjavík og heiðblátt lónið
í Svartsengi sem draga heimshornaflakkara líkt og segul að íslandi.
Góðu vanir kippa landsmenn sér sjaldnast upp við fagurskær og ið-
andi norðurljósin meðan aðrir jarðarbúar, sem aðeins hafa heyrt um
norðurljósin í ævintýrum og vísindaritum, strita myrkranna í milli til
að sjá þau berum augum. Eftir tuttugu klukkustunda og fimm mín-
útna flug frá Osaka til Keflavíkur þrammaði hinn 24 ára gamli Jap-
ani Akiro Yamaui vonsvikinn með úttroðinn bakpoka í ausandi janú-
arrigningu um miðbæ Akureyrar. Vinir Akiros höfðu guggnað á Is-
landsferðinni á síðustu stundu og einmanaleikinn lék okkar mann
grátt í þungbúinni himnasýn.
„Ég hef ekki séð eitt einasta norðurljós," kvartaði Akiro sáran.
„Hvert sem ég hef farið hefur rigningin elt mig og himinninn verið
svartur af skýjum. Það hefur verið draumur minn frá því að ég var
lítill drengur að sjá norðurljósin en afi minn las oft fyrir mig ævin-
týri sem gerðust á norðurslóðum. Þetta eru því mikil vonbrigði."
Frá íslandi ætlaði Akiro til Finnlands. Þar er gjarnan stórkostlegt
sjónarspil norðurljósa á vetrarkvöldum.
„Pornó og samkynhneigðar áttir"
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir á Café Karólínu
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir vill ekki kalla sig listamann og segir
ekkert felast í því ofnotaða nafni. Hún er með útsölu á verkum
sínum því leiðin liggur senn til Burkina Faso í Vestur-Afríku til að
halda sýningu fyrir innfætt frumskógarfólk. Aðalheiður málar á allt
mögulegt og ómögulegt með tusku og notar aðeins þensla í hár-
fín nákvæmnisverk. „Fyrst málaði ég alltaf sjálfa mig, en það er
óumflýjanlegt og algengt að málarar máli sjálfa sig,“ segir Aðal-
heiður grafalvarleg. „Svo þegar ég reyndi að hætta að mála sjálfa
mig fóru að birtast á striganum indíánar og negrar." í fyrrasumar
málaði Aðalheiður fígúrur á allar rúður í Gilinu fýrir þá sem ekki
nenntu inn á listasöfn. „Þetta var eins konar „take-away art“, fólk
fékk listina með umferðarljósunum," segir hún hress í bragði. í
febrúar verður hún með stórar myndir unnar á gler á Café Karó-
Itnu. „Sýningin verður aðeins út í pornó og samkynhneigðar áttir.
Ég hef dálítið verið að mála erótísk ævintýri og held að það sé
fólki hollt að fá svolítinn skell út af öllum þessum þoðum og
bönnum í samfélaginu."
í SKÝJUNUM
YFIR LÁGU
VERÐI OG
VÖRUÚRVALI
N LU T T
Kcmur á óvart!
HETJUR NORÐURSINS SkÝ 93