Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 104

Ský - 01.02.2001, Blaðsíða 104
ÞINGEYSKUR MOLASYKUR Aldargamall lelkurá Húsavík Húsvikingar eru miklir ieikhúsunnendur og fóru snemma að skemmta sjálfum sér og öðr- um með leik og söng. Leikfélag Húsavíkur heldur upp á eitt hundrað ára afmæli sitt á þessu leikári með gleðileiknum Nitoush sem sópað hefur að sér yfir tvö þúsund áhorf- endum. í leikfélaginu starfa um hundrað manns með hvíslurum og saumakonum, sem er dágóð prósenta af jafnlitlu bæjarfélags. Sigurður Hallmarsson, leikstjóri og fyrrverandi skólastjóri, hefur gefið leikfélaginu fimmtíu og fimm ár af ævi sinni og sér ekki eftir neinu. „Undir niðri hefur mig trúlega alltaf langað til að veröa leikari og það er í stórum dráttum ástæðan fýrir því að ég fór að starfa með leikfélaginu," segir Sigurður sem bæði hefur leikið og leikstýrt hjá einu metnaðarfyllsta leikfélagi landsins. „Við fengum fimm þúsund áhorfendur á „Fiðlarann á þakinu" 1978-79 sem er tvöfaldur íbúafjöldi Húsavíkur. Það mun trúlega vera vinsælasta stykki leikfélagsins frá uþphafi." Á döfinni er að gera andlitslyftingu á Samkomuhúsinu á Húsavík sem nú hýsir leikhúsið og breikka bilið milli bekkjanna sem þykja kreþpa að fótafúnu fólki. „Nei, mér hefur aldrei fipast í framsögn á sýningu," segir Sigurður og bætir við skellihlæjandi: „ég myndi alla- vega ekki taka í mál að trúa því eða viðurkenna." Á fyrsta degi ársins 2001 var Sigurði veitt hin íslenska fálkaorða fyrir félags- og menningarstarf eða með öðrum orðum fyrir að skemmta landsmönnum. „Það þótti mér ágæt viðurkenning og virðuleg. Mér þótti vænt um þetta og varð satt að segja mjög snortinn." I berjamó á baðströndinni Hrossagaukar og keldusvín hafa nýlega hafið búsetu á Húsavík en Þing- eyjarsýsla hefur hingaö til ekki verið dvalarstaður þeirra. Nú ber nýrra við því að við Húsavík hafa tvö ný lón myndast og það af mannavöldum. Ann- að er til busls og baða, hitt fyrir veiði. Orkuveita Húsavíkur stóð fyrir gerð mannvirkjanna og veitir upphituðu vatni, sem hefur verið kælt, út í lónin. Á „baðströndinni" er 250 sekúndulítrum vatns dælt út í tíu þúsund fer- metra lón sem er dýpst 2 1/2 metri og milli 20 og 30 gráða heitt. Á dag- skrá er að koma upp búningsklefum fyrir náttúrusullara sem hafa tekið miklu ástfóstri við lónið. Orkuveitan hefur unnið að trjárækt í kringum lón- in en mikið berjaland er á svæðinu. í haust gátu menn tínt upp í sig blá- ber meðan þeir svömluðu í heitu vatninu. Hitt paradisarlónið er sjötíu þúsund fermetrar að stærð. Orkuveitan hefur sleppt 900 eins til tveggja punda sjóbleikjum út í vatnið og gert er ráð fyrir að nokkur þúsund fiskar bíði öngulsins með vorinu. I tengslum við verðandi aflabrögð í vatninu verður boðið upp á kennslu í fluguköstum og fluguhnýtingum í apríl og maí. Reyndir veiðimenn munu sjá um kennsluna en hægt verður að velja um tveggja og þriggja nátta veiðipakka þar sem innifalin verður gisting, fæði, akstur á veiðistað og kennsla, en einnig sjóferð og sjóstangaveiði, ef áhugi er fyrir hendi og veður leyfir. Nánari upplýsingar fást í Gistiheim- ilinu Árbóli á Húsavík, sími 464 2220. Ostabað og blikk í vita Húsvíkingar eru ekki par hrifnir af þvi að Ijóstra upp einu best geymda leyndarmáli bæjar- ins, en lífið er stutt og um að gera að hafa gaman af því. Eftir torfæruakstur upp á Húsa- víkurhöfða má nefnilega hita kroppinn í 10 prósent saltvatni i gömlu sporöskjulaga osta- kari. Á veöurbörðum vegg stendur skýrum stöfum: Heilsubað fyrir psoreasis og exsemis- sjúklinga. Ekkert leyndarmál þar á ferðinni. Upphitaður skúr skýlir ostabaðsgestum meðan þeir tína af sér spjarirnar en sjálfsagt er ekki minna kelað i skúrnum þeim arna en í osta- karinu góða. Fastagestir mæta í karið mörgum sinnum í viku því fátt þykir jafnfullnægjandi og það að liggja í heitri saltupplausn og horfa á innrás norðurljósanna í kolsvartan himin- inn og draga augað I pung á móti einmanalegu blikkinu úr vitanum í Grímsey. 102 SKÝ HETJUR NORÐURSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.