Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 17
Algengast er, að blóðið sé notað eins og það kemur fyr-
ir, með blóðkornunum. Til slíkrar aðgerðar þarf oft að
grípa við mikinn blóðmissi, ef sjúklingi er að blæða út,
t. d. af slysförum, eða hjá konu, sem fær hættulega blæð-
ingu í sambandi við barnsfarir. Hér er bezt að gefa heilt
blóð (þ. e. a. s. blóðvessa ásamt blóðkornunum) til upp-
bótar fyrir það, sem sjúklingurinn hefir misst, enda verð-
ur slík aðgerð oft til að bjarga lífi sjúklingsins.
Ennfremur getur verið ástæða til að gefa heilt blóð
sjúklingum, sem haldnir eru sérstökum blóðsjúkdómum.
Kann þá að vera, að of lítið myndist af rauðum blóðkorn-
um, eða, að storknunarefni vanti í blóð sjúklingsins, svo
að blæðing vill ekki stöðvast. Dæling á heilu blóði bjargar
vanalega lífi slíkra sjúklinga.
Slíkar aðgerðir sem þessar þurfa að gerast skjótt, og
því áríðandi að hafa annað hvort tiltækt blóð af öllum
flokkum, svo að unnt sé að grípa til þess fyrirvaralaust,
eða eiga menn vísa af öllum flokkum, sem eru ætíð til-
búnir að gefa blóð.
Hér í Reykjavík hafa skátar góðfúslega boðið hjálp sína
í þessu efni, og hafa blóðflokkar margra hinna fullorðn-
ari verið ákveðnir og skráðir, svo að unnt er að ná í mann
úr hvaða blóðflokki sem er, þegar bráð þörf er á að gefa
sjúklingi blóð.
Sagt er, að þýzki herinn hafi skipulagt skriðdreka- og
mótorhjóladeildir sínar þannig, að hermenn hverrar deild-
ar séu allir í sama blóðflokki, og því hægt að taka blóð
hvers eins og dæla í annan. Nærri má geta, hve mikil þæg-
indi eru að þessu fyrirkomulagi í hernaði.
Hin tegund blóðgjafanna er fólgin í því að skilja öll
blóðkorn frá, og gefa aðeins blóðvökvann. Þessi aðferð
hefir ýmsa kosti fram yfir hina, þó að hún geti engan veg-
inn alltaf komið í stað heils blóðs. Það gefur að skilja, að,
þegar manni er að blæða út, þarf hann, ef vel á að vera,
Heilbrigt líf
15.