Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 22
leiðslu, þegar blóðið er tekið í hana, og með sogdælu á
vatnshananum er loftþrýstingurinn í flöskunni lækkaður,
svo að blóðið renni auðvéldlega úr manninum í flöskuna.
í sömu flöskuna er tekið blóð úr mörgum mönnum, og,
þegar hún er orðin full, er hún látin standa í kulda í 2—3
daga meðan blóðkornin eru að sökkva til botns. Eftir 3
daga hefir blóðið setzt til, og þá er tær gulleitur vökvi of-
an á, sem með sérstökum útbúnaði er skilinn frá í litlar
flöskur, er hver tekur rúmlega j/2 líter. Þessum flöskum
er vandlega lokað, og þær svo geymdar í kulda, til þess að
blóðvökvinn haldist óspilltur sem lengst. Flöskurnar eru
þannig útbúnar, að þeim fylgja gúmmíslöngur, glerpípur
og nálar, allt dauðhreinsað, svo að hægt er fyrirvaralaust
að dæla blóðvökvanum í sjúklinginn, sem þarf hans með.
Þegar slíkur blóðvökvi er gefinn, þarf ekki að skeyta
um blóðflokka, vegna þess að blóðkornin eru ekki með.
En þau eru það eina, sem þarf að óttast með tilliti til
blóðflokkanna. Engin hætta er á, að blóðvökvi frá öðrum
geti haft skaðleg áhrif á blóðkorn sjúklingsins. Það er því
mikill kostur að þurfa ekkert að skeyta um neinar blóð-
flokkaprófanir, sem tefja fyrir, þegar skjótra aðgerða
þarf við.
Menn hafa reynt að setja saman vökva, sem gæti komið í
stað blóðvökva mannsins, án þess að þurfa að vinna hann
úr mannsblóði. I heimsstyrjöldinni 1914—18 voru gerðar
allmiklar tilraunir með þunna gúmmíblöndu, þar sem
gúmmílím (mucilago gummi arabici) var þynnt hæfilega
með saltvatni. Þetta var sýnilega skref í rétta átt, en of
hættulegt, vegna eiturverkana gúmmílímsins, sem gerðu
iðulega vart við sig.
Nýlega hafa verið gerðar þær tilraunir í Bandaríkjun-
um að nota melt ostefni (kasein) til að gefa saltvatninu
þann eggjahvítuspenning, sem það þarf að hafa til að
20
Heilbrigt líf