Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 28
un og notkun lækna mundi benda á hnignandi heilsufar nú-
lifandi kynslóðar. Hafði því verið haldið fram af manni,
sem er svartsýnn um heilsufarið nú á dögum. En S. J. var
á annarri skoðun. — Sveitakonan skrifar ritstjórninni á
þessa leið:
„í sambandi við erindi Sigurjóns Jónssonar vil ég geta þess,
„að faðir minn (en hann er nú 73 ára) segir, að í sínu ungdæmi
„hafi meiri hluti fólks alltaf verið að leita læknis, eða svo að
„segja. En það hafi borið miklu minna á því en nú, af því að
„“læknarnir” voru þá í hverri sveit, og skrifuðu engar skýrslur
„um sjúklinga sína. Hann býst við, að héraðslæknar nútímans
„þættust eiga allannríkt, ef þeirra leituðu árlega jafnmargir
.„sjúklingar og áður leituðu til „homopatanna" á sömu svæðum.
„“Nei, sem betur fer“, segir pabbi minn, „er heilsufar almenn-
„ings stórum mun betra, en á mínum æskuárum. Og þess vegna
„eru sveitirnar ekki komnar í eyði enn, því að jafnfátt fólk og nú
„er þar, gæti ekki haldizt þar við, ef það væri ekki heilsugott“.“
Þetta eru mjög merk ummæli öldungs í sveit, sem ekki
álítur, „at allt hafi betr og luckulegar til gengit í fyrnd-
inni“, en nú á dögum.
Salemi og Prófessor Guðm. Hannesson birtir nú
mjoik. j „Heilbr. Lífi“ mjög athyglisverðan þátt
úr íslenzkri menningarsögu. Leitt er til
þess að vita, að ráðamenn þjóðarinnar skuli bresta áhuga
á því að koma því í kring, að öll heimili hafi aðgang að
salerni. Óneitanlega er það merkilegur mælikvarði á menn-
ingu sveitanna, að taldir skuli vera fram þeir „heiðurs-
hreppar“, sem eiga flest salerni!
En það er víðar pottur brotinn en í sveitunum. I sumum
sjávarþorpum er ástandið líka bágborið, og má nefna sem
dæmi, það sem héraðslæknirinn í Hólshéraði tilgreinir
um þrifnað í Bolungavík, í síðustu Heilbrigðisskýrslum
1938:
26
Heilbrigt líf