Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 30
viðgangast það ástand í fjósunum, sem lýst er af land-
lækni og héraðslækni Eyrarbakkahéraðs ásamt dýralækn-
inum ?
1 grein sinni um bakteríur í þessu hefti tímarits vors
lýsir Jóhann Sæmundsson, yfirlæknir, hættunni af tauga-
veikisýklum, sem sýklaberar hafa í sér, enda gangi sýkl-
arnir niður af fólki með hægðunum, „og geta þá lent á
ýmsum stöðum eins og gengur, meðan land vort hefir ekki
eignazt salernamenningu". Yfirlæknirinn hittir þarna
naglann á höfuðið. Þetta atriði er menningarmál.
Allir, sem ferðast um landið, kannast við hinn skammar-
lega útbúnað, sem víða á sér stað á gistihúsum,
greiðasölustöðum, og á alfaraleiðum áætlunarbílanna.
Vatnssalerni iðulega stífluð eða í ólagi að öðru leyti, ófull-
komin hreingerning og ekki séð um skeinisblöð. Þar, sem
ekki er vatnssalerni, er sjaldan hugsað um að tæma sal-
ernið fyrr en haugurinn gnæfir upp í setuopið. Stundum
er ekki einu sinni hægt að króka hurðinni. Engum kemur
til hugar, að ferðafólki sé gefinn kostur á að þvo hendur
sínar. I kaupstöðum vantar tilfinnanlega almenningssaÞ
erni. Og samt heyrast raddir um að land vort sé tilvalið
ferðamannaland fyrir útlendinga!
fslendingar raupa mjög af menningu sinni í ræðu og
riti. Þeir villa einatt sjálfum sér sýn, og gortið og lof-
söngurinn gerir það að verkum, að ekki er hreinskilnis-
lega kannast við sitt af hverju, sem áfátt er í opinberu
lífi. Verður því erfiðara að kippa því í lag.
Það kann að vera æskilegt, að lög verði sett um, að
hvert heimili á landinu skuli eiga aðgang að salerni. En
sennilega mundi ekki verða gengið eftir, að þeirri löggjöf
yrði hlýtt. Það vantar ekki afköst Alþingis um lagasetn-
ing. Ný lög eru sett í tugatali á hverju þingi. En lítt er
skeytt um, að sum þeirra laga séu haldin út í æsar.
Salernamálið er menningarmál. Það kemst ekki í lag
28
Heilbrigt lif