Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 31
fyrr en húsráðendur skilja, að þeim beri að sjá heimilis-
mönnum fyrir boðlegu náðhúsi. Og eins kemur vonandi
að því, að gestgjafar sjái sóma sinn í því að bjóða gestum
sínum náðhús útbúin eitthvað í áttina við það, sem á sér
stað í nálægum menningarlöndum.
Blótstskumar. Rauði Kross Islands gekkst fyrir því að
safna blóðvatni, sem nú þykir ómissandi,
þegar menn fá lost (,,shock“) vegna áverka í loftárásum,
eða af öðrum orsökum. Erlendis nefna menn nú slíkan
forða „blóðbanka". Próf. N. P. Dungal gerir nánari grein
fyrir því í einkar fróðlegri grein í þessu hefti „Heilbr.
Lífs“.
Reykvíkingar urðu vel við áskorun R. Kr. Isl. um að
gefa sig fram til blóðtöku. Alls buðu sig fram 670 manns,
567 karlar og 103 konur. Af þeim mættu svo til blóðtök-
unnar 579, þ. e. a. s. 502 karlar, en 77 konur. Ástæðan, til
þess að konur eru þarna 1 svo ákveðnum minni hluta —
þótt í höfuðstaðnum séu ca. 3000 fleiri konur en karlar —,
er sú, að aðallinn af þeim, sem gáfu sig fram, er skóla-
fólk. Má t. d. nefna stýrimanna- og vélstjóraskólann, þar
sem kvenþjóðin kemur hvergi nærri.
Heimildarmaður vor, Bjarni Jónsson læknir, upplýsir,
að 570 manns hafi verið tekið blóð, en nokkrir af þeim,
sem buðu sig fram, komu ekki til greina af ýmsum ástæð-
um. Alls var fólkinu látið blæða 157)4 lítrar, og vannst
úr því 70 lítrar af blóðvatni. Að meðaltali voru teknir 276
teningssentímetrar (ccm.) úr hverjum manni. Mesta blóð-
takan úr einum manni var 750 ccm. Fáir eru færir um
að missa svo mikið blóð, án þess að láta sér bregða,
og fara ferða sinna á eftir.
Blóðkornin voru skilin frá blóðvatninu á Rannsóknar-
stofu Háskólans undir umsjá próf. N. P. Dungals. Var
það síðan látið renna á 130 flöskur, sem geymdar eru í
Heilbrigt líf~
29