Heilbrigt líf - 01.06.1942, Síða 39
gengið til salernis í senn. Þess er og getið, að menn sátu
í salernum á setu líkt og nú gerist, eða svo nefndu ,,náð-
hústré“.
Svo óþrifaleg hafa salerni þessi hlotið að vera, að full
ástæða var til þess að hafa þau „ekki allskammt frá bæn-
um“, jafnvel þótt haugurinn væri færður burtu við og
við.
Landnámsmönnum hefir vafalaust veitzt það erfitt að
byggja sér timbursalerni, því að lítið var um viðinn og lé-
leg smíðatólin þeirra. Landnáma getur þó um eitt salerni,
sem ætla má, að hafi verið úr timbri, því að Tjörfi hinn
háðsami dró „líkneski“ af Ástríði mannvitsbrekku á kam-
arsvegginn, og var það síðar skafið af honum. Árið 1318
er og getið um „þiljanáðhús með lúku“ á Upsum í Svarf-
aðardal. Það hlaut þó eigi að síður að reka bráðlega að
því, að salernin væru gerð úr torfi eins og önnur bæjar-
hús, og jafnframt hefir gerð þeirra hlotið að breytast
nokkuð, því að ekki urðu slík hús b^ggð á stólpum. Senni-
lega hefir þá verið gerð dálítil for fyrir salernismykjuna
og hún tæmd eftir þörfum.
Þá var og önnur breyting nálega óumflýjanleg. Úti-
salerni, alllangt frá bænum, kom að litlu gagni á vetrum,
sízt fyrir konur og börn, er illa viðraði. Þetta hlaut að
leiða til þess, að salernin væru gerð heima við bæinn og
jafnvel, að innangengt væri í þau úr fordyri eða göngum.
Dæmi þessa eru og nefnd í Sturlungu.
Þegar frásögn Sturlungu sleppir, og kemur fram um
1300, fara fáar sögur af salernunum. Það er eins og þau
hafi lagzt óðfluga niður. Þó má gera ráð fyrir, að þau hafi
haldizt lengi á höfðingjasetrum og klaustrum. Árið 1313
er getið um „þiljanáðhús" á Upsum og á 16. öld um náð-
hús á Munkaþverá, Ökrum og Bessastöðum, en annars má
heita, að þau hverfi úr sögunni, og er því líkast sem þau
hafi lagzt algerlega niður í sveitum, jafnvel á höfðingja-
Heilbrigt líf
37