Heilbrigt líf - 01.06.1942, Blaðsíða 52
á. Áhugamál breytast smám saman, og jafnvel smábreyt-
ist viðhorfið til æfistarfs mannsins. Áhuginn á íþróttum?
aflraunum, bílkeyrslu og öðrum að ýmsu leyti hættu-
legum störfum smáþverr, en aftur eykst áhugi fyrir heim-
ilinu, listum, góðgerðastarfsemi og fyrir leynilögreglu-
sögum. Gamlir menn þarfnast minni tilbreytni í dagleg-
um störfum, njóta betur einveru, og stendur meira á sama
um annað fólk, sem þeir eru samvistum við. Áhugamálin
snúast meira um það, sem þeim sjálfum við kemur, m. a.
vegna rénandi skynjana. En jafnframt er algengur áhugi
á því að fræða aðra, segja þeim, hvernig gera eigi þetta
eða hitt, og gera það betur. Er því algengur áhugi fyrir
stjórnmálum, landsmálum eða alþjóðamálum. Áhugi þessi
virðist oftast algerlega óeigingjarn,. þó að yngri menn vilji
oft telja hann íhaldssemi hinna gömlu.
Allar rannsóknir sýna, að gamlir menn hafa mikla
starfsþörf og geta unnið nýt störf fram í háa elli. Meira
e^j Y3 af karlmönnum í U. S. A., 75 ára og eldri, unnu
fyrir kaupi árið 1930. Fátt virðist meira rothögg og flýta
ellinni meira, en óviljandi iðjuleysi manna, sem áður hafa
verið sívinnandi.
Andleg störf vinna margir með ágætum í elli sinni og
aðalafrek fjölmargra afburðamanna hafa orðið til á
40—60 ára aldri, meiri hlutinn þó á milli fimmtugs og
sextugs, þ. e. a. s. á þeim árum, sem talið er, að ellin sé
að byrja.
Af þessu öllu o. fl., sem eflaust mætti upp telja, er aug-
ljóst, að sálarlíf manna breytist mjög með ellinni. Eðlis-
hvatir og eðlisþarfir breytast, smekkurinn fyrir góðum
mat eykst, þó að fæðuþörfin minnki heldur. Svefnþörfin
minnkar, einkum vaknar eldra fólk oftar, sérstaklega
undir morgun, sefur meira í dúrum og fer jafnvel á stjá
á nóttunni. Kynhvatir minnka eða dvína, og það oft svo
snemma, að menn viðurkenna ekki, að elli sé farin að
50
Heilbrigt líf