Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 73
framleiðslunni af stað í fyrsta sinn, svo að fyrstu dagana
leikur sýklaeitrið lausum hala. Fer þá oft svo, er sýklarnir
senda stöðugt meira og meira eitur inn í blóðið, að magn
þess verður banvænt og sjúklingurinn deyr, áður en
varnarliðið kemst á vettvang.
Séu sýklarnir hins vegar hægfara fyrstu dagana, t. d.
vegna öflugra varna vefjanna á innrásarstaðnum, aukast
líkurnar fyrir því, að sjúklingurinn haldi lífi, því að von
bráðar kemur móteitrið til sögunnar í sívaxandi mæli.
Það bindur fyrst eitrið, sem fyrir er í blóðinu og úti um
líkamann. Og það, sem um fram verður, tekur jafnóðum
á móti því eitri, sem enn kann að berast að. Sjúklingnum
batnar þá, og sýklarnir hverfa smátt og smátt úr kverk-
unum. En í blóði hans og holdvefjum eru nú ónotaðar
birgðir af mótefnum til taks, ef aðra árás skyldi bera að
höndum.
Segjum nú, að barnið smitist aftur eftir nokkur ár,
sýklarnir nái fótfestu í hálsinum og hefji eituriðju sína.
Móteitur frá fyrri viðureigninni er nú jafnharðan til taks
og bindur það sýklaeitrið um leið og það berst að. En
jafnframt eru mótefnasmiðjurnar settar í gang að nýju,
og eru nú miklu fljótvirkari en áður. Nýjar birgðir af
móteitri koma því von bráðar til skjalanna og taka við,
þegar eldri birgðir eru á þrotum, svo að ekkert hlé verður
á afeitrun sýklaeitursins. Barnið veikist því ekki, þrátt
fyrir smitunina, þó að sýklarnir hafi setzt að í hálsi þess
um stundarsakir. Við segjum, að það sé nú ónæmt fyrir
barnaveiki, hafi orðið það síðan það tók veikina fyrir
nokkrum árum.
Þeim, sem einu sinni hafa fengið barnaveikina og sigr-
azt á henni, er þaðan í frá engin veruleg hætta búin af
henni. Að vísu á það sér stað, að börn fái veikina í annað
sinn, en þá venjulega væga. Móteitrið hefir þá ekki nægt
fyllilega til þess að afeitra allt eitrið, sem sýklarnir náðu
Heilbrigt líf
71