Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 78
efnamyndunar hélzt. Var það einkum belgiskur vísinda-
maður, Ramon, sem þar var brautryðjandi. Ýmsar endur-
bætur hafa síðan verið gerðar, og nú er svo komið, að
völ er á öruggu bóluefni, og nægja tvær bólusetningar á
nokkurra vikna fresti til þess að fá fram ónæmi um
margra ára skeið.
Víðtæk reynsla er fengin um gagnsemi þessara bólu-
setninga, og er þegar sýnt, að verði bólusetning nógu al-
mennt upp tekin, er unnt að halda barnaveikinni í skefj-
um, svo að engir faraldmtr nái að rísa.
Gangur barnaveikinnar hér á landi.
Engar glöggar sagnir eru taldar vera af barnaveiki hér
á landi fyrr en árið 1820. Gekk hér þá allmikill faraldur
a. m. k. í 2 ár, og hefir verið illkynjaður, því að árið 1821
er talið að 294 börn hafi dáið. Síðan verður barnaveik-
innar vart.alltaf öðru hvoru út alla öldina, og gengur hún
a. m. k. 5 sinnum 1 meiri háttar faröldrum um landið.
Skæðastur mun faraldurinn um 1860 hafa verið. Stóð
hann yfir í nokkur ár, og var hin mesta drepsótt. I sum-
um héruðum veiktust flestöll börnin, og ekki var það fá-
títt, að öll börnin á heimilinu dæju, eða, að aðeins örfá
lifðu af stórum barnahóp, sem þá var víða.
Eftir þennan mikla faraldur kvað um tíma minna að
barnaveikinni, þ. e. a. s. hún náði ekki eins mikilli út-
breiðslu. En alltaf þótti hún hinn mesti vágestur, er hana
bar að garði, og stórtæk var hún enn sem fyrr, er hún
komst á barnmörg heimili.
Rétt fyrir aldamótin koma serumlækningarnar til sög-
unnar, og eftir það nær barnaveikin aldrei að gera annan
eins usla og oft á 19. öldinni. Hún heldur þó uppteknum
hætti, hvað yfirferð snertir í faröldrum, og krefur þá ætíð
nokkurra fórna, því að til jafnaðar deyja um 7—8%
76
Heilbrigt líf