Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 80
sem komu upp á sama ári og því næsta í 2 öðrum læknis-
héruðum.
Síðan hefir lítið borið á barnaveikinni hér á landi. Því
fer þó fjarri, að hún sé útdauð; hún minnir á sig við og
við, einkum hér í Reykjavík.
Sjálfsagt má þakka það bólusetningunum að miklu
leyti, hve lítið varð úr faraldrinum 1935—1936, enda var
meiri hluti allra barna í Reykjavík gerður ónæmur með
bólusetningu. En síðan eru nú liðin nokkur ár, 6—7 nýir ár-
gangar af börnum eru komnir til sögunnar, og þeir eru nú
á hættulegasta aldri vegna barnaveikinnar. Auk þess er
hætt við, að ónæmið sé nokkuð farið að dvína hjá þeim
börnum, sem nú eru að komast á skólaaldur, þótt bólusett
væru fyrir 6—7 árum — þá um eins árs gömul.
Það er seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dott-
ið ofan í. Ef beðið væri eftir því, að verulegur faraldur
kæmi upp, og þá fyrst farið að bólusetja, eru að vísu lík-
ur til þess, að fljótlega tækist að stöðva hann. En í þétt-
býli, einkum í stórum kaupstöðum, ekki sízt í Reykjavík,
geta faraldrar byrjað allgeyst, þ. e. margt kann að sýkj-
ast svo að segja samtímis, eða með stuttu millibili, áður
en hægt er að koma því við að bólusetja alla. Og þar að
auki þarf bólusetningin nokkurn tíma til áhrifa.
Öruggast er því að verða fyrri til — bólusetja börnin
jafnóðum og þau stálpast, án tillits til þess, hvort barna-
veikin er að ganga eða ekki.
Víða hefir því verið hreyft, hvort ekki væri réttast að
koma á skyldubólusetningu gegn barnaveiki, og í nokkr-
um löndum hefur það þegar komizt í framkvæmd. Fer
það auðvitað mikið eftir því, hve algeng og skæð barna-
veikin hefir verið.
Ég geri ráð fyrir, að ekki þyki ástæða til svo róttækra
aðgerða hér, nema barnaveikin færist því meira í aukana.
En hitt er sjálfsagt, að gefa öllum kost á bólusetningu og
78 Heilbrigt líf
I
*! I