Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 85
dómsins (,,inkubations“-tími) og má að honum loknum
vænta ýmissa einkenna hans.
Berklaprófið er framkvæmt með ýmsu móti, en einkum
eru þó notaðar þrjár aðferðir, og túberkúlínið ýmist lagt
við húðina heila (Moros próf), borið í rispu á húðinni
(Pirquets próf), eða því er dælt inn í húðina (Mantoux
próf). Skal nú hver þessara aðferða athuguð nánar.
1. Plástursvróf (Moros próf, percutan próf) með túber-
kúlínáburði. Ögn, á stærð við títuprjónshaus, af áburðinum
er roðið framan á bringubeinið, eða þá klínt á miðja hefti-
plásturspjötlu álíka stóra og frímerki, og hún límd á
bringuna. Áður þarf að hreinsa húðina vandlega, helzt
með eter. Plásturinn er tekinn af eftir 24 klst., en varast
skal þá að þvo strax í burtu límið undan plástrinum.
Árangur prófsins er oftast athugaður að 72 klst. liðnum.
Prófið er jákvætt, ef myndazt hafa ofursmáar örður eða
blöðrur undan plástrinum, enda húðin roðnað greinilega.
Við neikvætt próf er húðin eðlileg undir plástrinum, er
klístrinu hefir verið náð burt með benzíni.
Próf þetta er einkum notað við börn allt að 14—15 ára
aldri. Ef það er vandlega framkvæmt, er það talið all-
nákvæmt, en nær þó vart öllum, er smitaðir eru, nema
endurtekið sé. Það hefir þá yfirburði yfir aðferðir þær,
er að neðan greinir, að það er sársaukalaust og því mjög
hentugt, þegar við ung börn er að eiga. Ráðlegt er fyrir
óvana að setja ámóta stóran plástur á annan stað á bring-
una, án þess að í hann sé klínt túberkúlínáburði. Er plást-
ur þessi tekinn burt um leið og hinn, og bletturinn undir
honum notaður til samanburðar við hinn staðinn, er túber-
kúlínið var látið verka á.
2. Rispupróf (Pirquets próf, cutan-próf). Húðin er
hreinsuð með eter eða vínanda. Með hnífsoddi eða bólu-
setningarjárni er rispað á framhandlegginn lófa megin.
Rispan á að vera 1 cm. á lengd og rista skal gegnum yfir-
Heilbrigt líf
83