Heilbrigt líf - 01.06.1942, Side 94
grömmum af eggjahvítu, verður auðskilið, að hvert kg. af
kjöti geti að orkumagni jafnast á við 5 kg. af fiski. Þá er
miðað við hvort tveggja eins og það er venjulega keypt,
þ. e. a. s. kindakjöt upp og ofan (með beinum), og slægð-
an fisk. Kjötið má því kosta 5 sinnum meira hvert kg. en
fiskur, án þess að þau matarkaup verði dýrari.
En hvernig mundi nú síldin standast slíkan samanburð ?
Eggjahvítumagn saltsíldarinnar er álíka mikið og fisks-
ins, en auk þess inniheldur hún annað eins af fitu. Lætur
því nærri, að hvert kg. af saltsíld, upp úr tunnunni, sé að
orkumagni á við 3 kg. af nýjum fiski. Síldin væri því jafn
ódýr orkugjafi og þorskur og ýsa, þótt hún kostaði þrefalt
meira hvert kg. Með sama verði á kg. væri hún þrisvar
sinnum ódýrari.
Hlutföllin milli orkumagns (þ. e. næringargildis) jafn-
þyngdar af fiski, saltsíld og kjöti (nýju kindakjöti) eru
þá því sem næst eins og 1:3:5, og getur svo hver og einn
— með samanburði við verðlag á hverjum stað og tíma
— reiknað út hlutföllin milli verðs þessara þriggja mat-
væla, miðað við sama orkumagn. Verðlag er mjög breyti-
legt um þessar muridir, en augljóst er samt af þessu, að
síldin verður alltaf langódýrasti orkugjafinn.
í þessu sambandi verður að taka það fram, að við sam-
anburð á ýmsum matartegundum dugar ekki að einblína
á orkumagnið, og má ekki miða sparnað við það eitt að fá
sem ódýrastar orkueiningar. Og þótt ein fæðutegund sé
dýrari en önnur, getur hún haft ýmsa þá kosti (t. d. víta-
mín eða steinefni) fram yfir hina, að ekki sé ráðlegt að
spara hana og auka neyzlu hinnar ódýrari. En því fer
fjarri, að nokkuð halli á síldina í samanburðinum, sem
hér var gerður við fisk og kjöt, þó að fullkomið tillit sé
einnig tekið til þessa.
Fiskur og kjöt eru yfirleitt ekki auðug af vítamínum,
að undanteknum ýmsum innmat. Síldin hefir það fram
92
Heilbrígt líf