Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 106

Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 106
ur er fólginn í þeim fiskúrgangi, sem til fellur á heimilun- um hér í bænum. Reykvíkingar munu neyta um 6 tonna af fiski á dag. Talið er, að úrgangur úr fiski nemi allt að þriðja hluta eða helmingi af brúttó þyngd hans, og er því ljóst, að allmikið áburðarmagn er fólgið í þessum úrgangi. Virðist sjálfsagt, að rannsakað sé, hvoi’t eigi megi hagnýta hann til áburðarvinnslu og slá tvær flugur í einu höggi, þ. e. afla nokkurra tekna til að standast aukinn kostnað við fullkomnari sorphreinsun, og stuðla að ræktun hollra mat- jurta í stað skaðræðis kvikinda. Hér hefur verið farið nokkrum orðum um bakteríur og sýkla. Miklu meira má um mál þetta rita, en það verður ekki gert að sinni. Almenningur talar mikið um bakteríur nú á tímum og jafnan með lotningarfullum ótta og hatri,. líkt og talað var og hugsað um fjandann fyrr á öldum. Ekkert er skaðlegra en fullkomin fáfræði í þessu efni sem öðru. Fólk þarf að hætta að hugsa sér allar bakteríur undantekningarlaust sem féndur lífsins. Sú skoðun á að- eins rétt á sér, þegar þær bateríur eiga í hlut, sem teljast til sýkla. Til eru margir sjúkdómsvaldar, sem eru miklu smærri en venjulegar bakteríur og sýklar, svo nefndir huldusýklar (virus). Hefur almenningur átt kost á ágætri fræðslu um þá nýlega í útvarpi. Baráttan við sýklasjúkdóma er háð sameiginlega af hinu opinbera og einstaklingunum. Hið opinbera setur lög og reglur, og rekur heilbrigðisstofnanir í varnarskyni. En, hver er þó sjálfum sér næstur, í þessu sem öðru. Reglu- gerðir eru fánýtar, ef þegnskapinn brestur til að fylgja þeim, þekkinguna til þess, eða nauðsynlegt eftirlit. Öflug- asta vörnin gegn sýklum og raunar fjölmörgum sjúkdóm- um er heilbrigt líferni, efling viðnámsþróttar líkamans og hreinlæti í hvívetna, þ. e. hreinlæti í borg og bæ, hreinlæti utan húss og innan, og síðast enn ekki sízt: persónulegt hreinlæti. 104 Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.