Heilbrigt líf - 01.06.1942, Qupperneq 106
ur er fólginn í þeim fiskúrgangi, sem til fellur á heimilun-
um hér í bænum. Reykvíkingar munu neyta um 6 tonna
af fiski á dag. Talið er, að úrgangur úr fiski nemi allt að
þriðja hluta eða helmingi af brúttó þyngd hans, og er því
ljóst, að allmikið áburðarmagn er fólgið í þessum úrgangi.
Virðist sjálfsagt, að rannsakað sé, hvoi’t eigi megi hagnýta
hann til áburðarvinnslu og slá tvær flugur í einu höggi, þ.
e. afla nokkurra tekna til að standast aukinn kostnað við
fullkomnari sorphreinsun, og stuðla að ræktun hollra mat-
jurta í stað skaðræðis kvikinda.
Hér hefur verið farið nokkrum orðum um bakteríur og
sýkla. Miklu meira má um mál þetta rita, en það verður
ekki gert að sinni. Almenningur talar mikið um bakteríur
nú á tímum og jafnan með lotningarfullum ótta og hatri,.
líkt og talað var og hugsað um fjandann fyrr á öldum.
Ekkert er skaðlegra en fullkomin fáfræði í þessu efni sem
öðru. Fólk þarf að hætta að hugsa sér allar bakteríur
undantekningarlaust sem féndur lífsins. Sú skoðun á að-
eins rétt á sér, þegar þær bateríur eiga í hlut, sem teljast
til sýkla. Til eru margir sjúkdómsvaldar, sem eru miklu
smærri en venjulegar bakteríur og sýklar, svo nefndir
huldusýklar (virus). Hefur almenningur átt kost á ágætri
fræðslu um þá nýlega í útvarpi.
Baráttan við sýklasjúkdóma er háð sameiginlega af
hinu opinbera og einstaklingunum. Hið opinbera setur lög
og reglur, og rekur heilbrigðisstofnanir í varnarskyni. En,
hver er þó sjálfum sér næstur, í þessu sem öðru. Reglu-
gerðir eru fánýtar, ef þegnskapinn brestur til að fylgja
þeim, þekkinguna til þess, eða nauðsynlegt eftirlit. Öflug-
asta vörnin gegn sýklum og raunar fjölmörgum sjúkdóm-
um er heilbrigt líferni, efling viðnámsþróttar líkamans og
hreinlæti í hvívetna, þ. e. hreinlæti í borg og bæ, hreinlæti
utan húss og innan, og síðast enn ekki sízt: persónulegt
hreinlæti.
104
Heilbrigt líf