Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 124

Heilbrigt líf - 01.06.1942, Page 124
þeim læknum, sem láta engan bilbug á sér sjá, eða finna, þó að sjúklingurinn sé haldinn vonlausum sjúkdómi — leggja aldrei árar í bát, en finna alltaf einhver úrræði til þess að bæta hag hans. Læknarnir geta, sem betur fer, stundum glaðst yfir til- - ætluðum árangri í viðureigninni við krabbamein. En því miður verða þeir oftar vonsviknir. Það á ekki illa við í þessu sambandi, sú auðmýkt, sem felst í gömlu spakmæli franskra lækna — á þessa leið: Læknirinn getur stundum læknað hinn sjúka, oft sefað þjáningar, en alltaf borið huggunarorð („Le médecin peut parfois guerir, souvent soulager, toujours consoler"). Líklega vinna læknar að fáu eins kappsamlega á vís- indastofnunum og rannsóknarstofum víðs vegar um lönd, eins og að komast fyrir orsakir krabbameins og finna ör- uggari lækningu, en nú þekkist. Ég sé enga ástæðu til að örvænta um, að það muni lánast, þótt það verði kannske ekki fyrr en eftir okkar dag, sem nú lifum. Sú trú styrk- ist mjög, þegar litið er til þess, að læknavísindin hafa út- rýmt ýmsum skæðum drepsóttum, og tekizt að vinna bug á áður ólæknandi sjúkdómum, svo sem stífkrampa, skyrbjúg og sykursýki, sem lagði að velli menn á öllum aldri, en er nú fyrir fáum árum orðin viðráðanleg veiki. Líka má vísa til þeirra ævintýra, sem nú gerast með því að nota kemisk efni til lækninga á bráðri lungnabólgu, næmri heilahimnu- bólgu, barnsfararsótt og kynsjúkdómum —- svo ég nefni nokkur dæmi. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að eins verði ráðið niðurlögum krabbameinsins. Ein afleiðingin af því, að krabbameinið er venjulega talið vonlaust og kvalafullt, eru þau óheilindi, sem eiga sér stað milli læknis og sjúklings um eðli sjúkdómsins. Læknum er óljúft að kveða þennan dóm upp við sjúkling- 122 ! Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.