Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 101
vömm“. Hugsanlega er fyrirbærið frekar sálfræðilegt en málfræðilegt
(eins og Jóhanna Barðdal benti mér á). Það má sem sé vera að þeir sem
láta núllfrumlagssetningarnar frá sér fara „sjái“ frumlögin fyrir sér og taki
því ekki eftir að þau vantar.9 Vel má vera að svo sé að nokkru leyti, en ef
það væri einhlít skýring myndi maður búast við að dreifing dæmanna yfir
ólíkar persónur og tölur væri nokkurn veginn jöfn eða handahófskennd.
Það er hins vegar fjarri sanni, eins og hér hefur komið fram. Það útilokar
þó ekki að skynvilla sé frumskýringin, ef svo má segja, en þá hlýtur
skýrleiki sagnendingarinnar í 1.p.flt. að vera viðbótarskýring, ýta frekar
undir skynvilluna en aðrar sagnendingar. Auk þess yrði þá væntanlega að
ætla að frumlög séu frekar útsett fyrir svona skynvillu en ýmsir aðrir setn-
ingarhlutar, t.d. hjálparsagnir. Mér er ekki kunnugt um neinar málsál -
fræðilegar rannsóknir sem leiði þetta í ljós, en finnst þetta geta komið til
greina. Það er málfræðileg staðreynd að vísandi frumlög eru oftar ósögð
en margir aðrir setningarhlutar, ekki aðeins í eiginlegum núllfrumlags-
málum heldur líka í tengieyðingu og umræðuliðfellingu, eins og áður er
nefnt. Eigi núllfrumlagssetningarnar sér þá skýringu að þær stafi af skyn-
villu verður líka að gera ráð fyrir að skynvillan hafi færst umtalsvert í auk-
ana síðustu áratugina. Það er ekki ólíklegt í ljósi þess að æ fleiri lítt vanir
skrifarar hafa komið fram á ritvöllinn á sama tímabili. Það má raunar
spyrja hvort skynvillan hefði verið jafnalgeng fyrr á tíð ef lítt vanir skrif-
arar hefðu verið jafnmargir að tiltölu og nú. Eins og fram kemur í næsta
þætti á skynvillukenningin naumast við rök að styðjast og því er tilgangs-
laust að velta þessu frekar fyrir sér.
Skynvilla af þessu tagi er annars eðlis en t.d. svokallaðar „garðstíga-
setningar“ (e. garden-path sentences), sem mjög hafa verið ræddar í mál -
sálfræði (sjá t.d. Fujita 2021 og tilvísanir þar). Einfalt dæmi um slíka setn-
ingu er The old man the boat, sem flestir byrja á því að skilja sem ʻGamli
maðurinn báturinn/bátinn’ en það er ómálfræðileg (e. ungrammatical)
setning í bæði ensku og íslensku. Í merkingunni ʻÞeir gömlu manna bát-
inn’ er setningin hins vegar óaðfinnanleg og sumir málnotendur átta sig á
Af núllfrumlögum í íslensku 101
9 Ritrýnir bendir á að það sé þekkt fyrirbæri að „málhafar noti leiðréttingar í úrvinnslu
setninga, þannig að mismæli og málvillur eru hunsaðar. Jafnvel í tilvikum einangrunar-
málstols þar sem sjúklingar geta ekki myndað segðir upp á eigin spýtur heldur aðeins end-
urtekið það sem við þau er sagt, munu sjúklingar leiðrétta beygingar og orðaraðarvillur
upphaflegu segðanna í endurtekningum sínum (Whitaker 1976).“ Munurinn er sá að sam-
kvæmt sálfræðiskýringunni sem hér er rædd tækju málhafar ekki eftir núllfrumlögunum
en samkvæmt leiðréttingarkenningunni tækju þeir eftir þeim en hunsuðu þau og „leið -
réttu“ í huga sér. Ég fæ ekki séð að unnt sé að skera úr um þetta með neinni vissu.