Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 230

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 230
við að umfjöllunin hefði orðið heldur fræðilegri hefði Eiríkur reynt að rekja ofan- greinda þræði frekar. Annar meginhluti bókarinnar ber heitið „Málbrigði“. Í honum má finna alls 50 þætti sem fjalla hver um sinn „góðkunningja málfarslögreglunnar“. Þessir þættir eru af ýmsum toga og ná nokkuð jöfnum höndum til allra hliða málkerfis- ins. Þannig má finna hér þætti sem bera yfirskrift eins og „Hönd, hendi, hend“, „Ég vill“ og „Eins og pabbi sinn“, en nokkuð ljóst ætti að vera af yfirskriftinni hverju sinni hvað er til umfjöllunar. Ekki er ástæða til að rekja inntak hvers þáttar í smáatriðum en uppbygging þeirra allra, sem og efnisleg framsetning, er að stofni til sú sama. Hver þáttur hefst á því að viðkomandi tilbrigði er kynnt undir fyrirsögninni „Sagt var“ og því síðan svarað með „Rétt væri“, þar sem viðurkennt form er kynnt til sögunnar. Því er svo fylgt eftir með undirfyrirsögninni „Eða hvað?“, sem markar upphaf nánari umræðu um tilbrigðið og hvort, og þá á hvaða forsendum, megi hugsanlega viðurkenna það sem hluta af „réttu máli“. Í þeirri umræðu leggur Eiríkur sig fram um að skýra uppruna hins nýja tilbrigðis í bæði tíma og rúmi, ef svo mætti að orði komast, þar sem hann leggur víðast fram dæmi um hvar og hvenær tilbrigðisins varð fyrst vart (í rituðu máli) og greinir um leið upp úr hvaða málfræðilega jarðvegi það er sprottið. Innan hins knappa þáttaforms eru þær útleggingar yfirleitt skýrar og líkast til flestum auðskiljanlegar og Eiríkur rökstyður iðulega vel, og á hæfilega fræðilegum forsendum, hvers vegna hæpið sé að líta á tilbrigðið sem hreina og klára „málvillu“. Líklegt er að ýmsum mislíki það málfarslega umburðarlyndi sem Eiríkur boðar með þessu en jafnframt er erfitt að leggjast gegn framsetningu hans þar sem hann gætir þess að stíga varlega til jarðar og kveður ekki upp neins konar endanlegan úrskurð á grunni „rétts“ og „rangs“ og fer heldur ekki fram á að þeir sem hafa tamið sér þá málnotkun sem hefðbund- inn staðall gerir ráð fyrir í hverju tilviki víki frá henni. Miklu fremur reynir hann, hér sem oftar, að benda á að það sé alveg pláss fyrir breytileika í íslensku og að hún þoli vel að hægt sé að segja sama hlutinn á tvo vegu. Hann reynir þó að kveða niður ýmsar mýtur sem hafa verið á kreiki í umræðum um tungumálið, svo sem hugmyndina um að það þurfi alltaf að vera rökrétt og ýmsar vafasamar málsögu- legar forsendur þess hvað í því telst rétt og hvað rangt. Þótt alltaf megi deila um einstök atriði er ritdómari í megindráttum sammála greiningu Eiríks í þessum þáttum. Það gefur greiningunni aukið gildi að iðulega er vísað til ýmissa eldri málfarsþátta þar sem iðulega eru kveðnir upp dómar um rétt mál og rangt þannig að lesandinn getur borið þá saman við mat Eiríks og komist að eigin niðurstöðu. Helst er að benda megi á að forsendur valsins á einmitt þeim 50 atriðum sem hér eru rædd eru ekki skýrðar. Enda þótt mörg þeirra séu nokkurn veginn sjálfgefin í umfjöllun af þessum toga má telja að sumar nýjungar (svo sem dingla) séu svo langt gengnar að þær þurfi lítið að ræða frekar, á sama tíma og ýmis atriði sem hafa verið nokkuð á milli tannanna á fólki síðustu misserin komast ekki að. Má í því samhengi benda á að hér koma ekki við sögu tilbrigði sem rekja má með beinum hætti til enskra áhrifa eða samskipta í rafrænum miðlum. Þriðji og síðasti meginhluti bókarinnar kallast „Íslensk málrækt“ og í honum leggur Eiríkur fram eins konar stefnuyfirlýsingu í 25 þáttum um það í hverju Ritdómar230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.