Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 211
Rauntímagögnin segja aftur á móti sína sögu sjálf: Svona hljómuðu Jósefína og
Jósef raunverulega í RÍN-rannsókninni á 9. áratugnum. Það má bera saman við
það hvernig einstaklingarnir Jósefína og Jósef hljóma í dag, ef við getum haft upp
á þeim. Þannig má reyndar nýta rauntímagögn sem ákveðinn prófstein á áreiðan-
leika þeirra ályktana sem dregnar hafa verið af sýndartímagögnum. Og það má
líka bera saman við það hvernig eitthvert annað fólk talar í dag sem er á sama aldri
og Jósefína og Jósef voru á 9. áratugnum.
Ég rifja þetta upp til að undirstrika hve rauntímagögnin sem Margrét vinnur
með eru dýrmæt. Öflun rauntímagagna krefst ekki aðeins tíma, heldur einnig
þolinmæði, og í raun og veru stundum framsýni, eins og sést á íslensku fram-
burðargögnunum, og Margrét minnir á í ritgerð sinni; á 9. áratugnum þegar
Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason lögðu upp með RÍN-rannsóknina
voru rauntímarannsóknir enn fágætar en þeir félagar voru svo framsýnir að ná í
skottið á um 400 málnotendum úr rannsókn Björns Guðfinnssonar frá 5. ára-
tugnum. Fyrir vikið er þráðurinn orðinn eins langur og raun ber vitni í dag.
Mig langar einkum að beina athygli að því sem rauntímagögn geta sagt um
breytileika og málbreytingar meðal fullorðinna einstaklinga — fullorðinna í ljósi
þess að þá er venjulegt máltökuskeið að baki; einstaklinga til að undirstrika mik-
ilvægi gagnanna um þróun meðal einstakra málnotenda fremur en hóps eða
kynslóðar.
Þegar kemur að túlkun gagnanna, og hvaða fræðilega þýðingu rannsóknin
hafi, er ekki hægt að láta við það sitja að svara því hvort mál breytist eða geti
breyst eftir að markaldri máltöku er náð, eins og hér er sýnt og hefur verið gert í
fleiri rannsóknum. Eftir sitja spurningarnar um hvernig og e.t.v. ekki síst hvar,
hvenær og hvers vegna það gerist að mál Jósefínu og Jósefs breytist á fullorðins-
aldri.
3. Breytileiki og stöðugleiki
Áður en lengra er haldið vil ég fitja upp á öðru, almenns eðlis. Í samantekt Mar -
grétar í 6. kafla, bls. 325, er efni 2. kafla, „Kraftar að verki“, tekið saman. Sá kafli
fjallar um ýmis grundvallarhugtök í málkunnáttufræði og félagslegum málvísind-
um, og fræðileg álitamál í því sambandi. Í samantektinni í 6. kafla er einungis til-
tekið hugtakið málbreytingar en þó fjallar 2. kafli augljóslega líka um breytileika
enda stendur í kaflanum sjálfum, bls. 33: „Rannsóknin Mál á mannsævi snýst um
breytileika í framburði.“ Þar er að sjálfsögðu bent á að málbreytingar leiði til
breytileika.
Ef til vill mætti þó segja að sums staðar í verkinu liggi milli línanna (eins og
gjarna er raunin í ritum um málsögu og málbreytingar) að breytileiki sé fyrst og
fremst millistig — þrep í þróun í tiltekna átt. Þetta á við hvort heldur horft er á
ytri breytileikann, sem sé blendingssvæðin landfræðilega og félagslega, eða á innri
breytileikann, sem sé blandaðan framburð einstakra málnotenda. Líklega er
Andmæli við doktorsvörn Margrétar Guðmundsdóttur 211