Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 133
Aldurshópar %
Virk hljóðferli 3;0–3;11 3;0–3;11 4;0–4;11 4;0–4;11
RH SH RH SH
brottfall hljóðs 100,0 44,6 100,0 17,1
úr samhljóðaklasa
framhljóðun 86,7 30,4 69,2 11,4
framgómun 66,7 15,2 46,2 (9,5)
h-hljóðun 66,7 33,0 61,5 (4,7)
(samhljóðaklasar)
afblástur/ fráblástursleysi 60,0 10,7 38,5 (2,9)
tannhljóðun 53,3 35,7 38,5 20,1
brottfall staks samhlj. 53,3 10,7 30,8 (1,0)
í bakstöðu (beygingarending)
framstæð tunga (smámæli) 46,7 40,1 23,1 19,0
hliðarhljóðun 40,0 16,1 30,8 (5,7)
bakhljóðun/gómhljóðun 33,3 22,3 23,1 14,3
sérhljóðabreyting 100,0 27,6 100,0 (6,7)
Tafla 6: Samanburður á virkum og óvirkum hljóðferlum hjá rannsóknarhópi og
samanburðarhópi þar sem hlutfallstölurnar standa fyrir hlutfall barna innan hvers
hóps sem voru með viðkomandi hljóðferli virkt.6
Skýring á framsetningu: Hlutfallstölur innan sviga = hljóðferli sem ekki náðu viðmiðum
um a.m.k. 10% notkun. RH = rannsóknarhópur. SH = samanburðarhópur.
h-hljóðun (samhljóðaklasar), þ.e. notkun ferlisins lækkar tiltölulega
lítið eftir aldri. Skýringin gæti verið sú að börn með frávik í framburði
kljást lengi við myndun samhljóðaklasa eins og sést reyndar glöggt á því
að öll börnin í rannsóknarhópnum fella á brott samhljóð úr klasa, sbr.
brott fall hljóðs úr samhljóðaklasa.
Í töflu 7 má sjá ferli sem eru virk hjá rannsóknarhópnum en eru annað -
hvort óvirk eða koma ekki fyrir hjá samanburðarhópnum.
Hljóðferli barna með frávik í framburði 133
6 Til að taka af öll tvímæli er rétt að taka fram að hlutfallstölur í töflu 6 segja til um
hlutfall barna innan hvers hóps sem töldust vera með viðkomandi hljóðferli virkt. Sem
dæmi má nefna að öll börn í rannsóknarhópum (yngri og eldri) voru með þrjú eða fleiri til-
felli af sérhljóðabreytingu og þess vegna nær sú tala 100% hlutfalli fyrir báða hópana.