Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 140

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 140
Ferlið sérhljóðabreyting taldist til algengustu virku ferlanna hjá yngri börnunum í samanburðarhópnum en í rannsókn Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018) var ferlið þó ekki talið með í töflu yfir algengustu ferlin þótt það væri algengt. Hugsanlega hefði átt að telja það með í þeirri rannsókn, eins og hér er gert, því í yngsta aldurshópnum (2;6‒2;11 ára) notuðu 73,5% barnanna ferlið. Auk þess kom ferlið fremur oft fyrir við þriggja og fjögurra ára aldur eða hjá 27,6% þriggja ára barna og 6,7% fjög- urra ára barna. Ferlið telst því, samkvæmt niðurstöðum Önnu Lísu, einnig nokkuð algengt í tali barna með dæmigerða hljóðþróun. Þó svo að hljóðferlið teljist algengt meðal rannsóknarhópsins í þessari rannsókn þarf að kanna hvort umfang slíkra frávika gefi tilefni til sérstakrar með - ferðar í talþjálfun. Í rannsókn Önnu Lísu Benediktsdóttur o.fl. (2019– 2020) var hvatt til frekari rannsókna á sérhljóðatileinkun í máltöku barna. Niðurstöður þessarar rannsóknar á börnum með málhljóðaröskun gefa til kynna að rík ástæða sé til þess sakir þess hve mörg frávik fundust meðal sérhljóða. Þess vegna er lagt til að viðmiðum um sérhljóð í hljóðferlagrein- ingu Málhljóðaprófs ÞM sé breytt. Í stað þess að fella ferlið undir flokkinn annað væri eflaust betra að gera það að sérstöku ferli, sérhljóðabreyt- ing, og fella það undir flokkinn „skiptihljóðun“. Enn fremur þyrfti að gera ráð fyrir fleiri en þremur tilvikum til að ferlið teljist virkt, þar sem þetta er eina ferlið sem nær yfir sérhljóðaskipti en öll hin ferlin taka til samhljóða. Miða mætti við að barn verði að hafa a.m.k. átta tilvik um sér- hljóðabreytingar til að ferlið teljist virkt. Þegar rýnt var í gögn Önnu Lísu Benediktsdóttur (2018) virtist vera samband á milli þess fjölda og beiting- ar samhljóðaferla hjá viðkomandi börnum. Með öðrum orðum, börn með a.m.k. átta tilvik af sérhljóðabreytingum voru iðulega með fleiri en þrjú virk samhljóðaferli. Nákvæman fjölda þarf þó að ákvarða í kjölfar frekari rannsókna á eðli sérhljóðabreytinganna. Einnig kæmi til greina að gera sérhljóðagreininguna nákvæmari með því að tiltaka helstu breytingar á sérhljóðum sem algengar eru meðal barna með frávik í framburði. Að vissu leyti er hægt að bera niðurstöður eldri barnanna í rannsóknar - hópnum í þessari rannsókn saman við niðurstöður rannsóknar Þóru Másdóttur (2008). Þar var könnuð hljóðferlanotkun níu barna á aldrinum fjögurra og fimm ára með greinda málhljóðaröskun. Að vísu var aldurs- dreifingin í hópnum ekki alveg sambærileg, sjö börn voru á aldrinum 4;1‒4;10 en hin börnin tvö voru eldri en börnin í þessari rannsókn (5;3 og 5;5 ára). Að meðaltali notuðu börnin í rannsókn Þóru Másdóttur (2008) 11 virk ferli (spönnin var 8‒14), sem eru nokkuð fleiri ferli en koma fram Þóra Másdóttir o.fl.140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.