Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 23

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 23
3.1.2 Samræmiskyn, vísandi kyn og sagnfyllingar Dæmin í (4) hér framar sýndu að samræmiskyn kemur ekki alltaf fram á sagnfyllingum. Þau eru endurtekin í (24) en þar hefur samræmiskyninu verið bætt við til samanburðar:18 (24)a. Krakkarnir mínir hafa alltaf verið ánægðir/ánægð í skólanum. b. Foreldrar mínir eru skildir/skilin. Í umræðu um dæmi af þessu tagi er oft talað um málfræðilegt kyn annars vegar (fyrri kosturinn í hvoru tilviki) og merkingarlegt kyn hins vegar (eða raunkyn eða eðliskyn, sbr. áður). Hér er því hins vegar haldið fram að skýrara sé að tala um samræmiskyn (þá sýnir sagnfyllingin málfræði - legt samræmi við frumlagið) og vísandi kyn. Seinni kosturinn felur nefni- lega yfirleitt í sér að verið er að vísa til ákveðinna persóna og þá ræður kyn - ferði þeirra kyninu á sagnfyllingunni. Mælandinn myndi t.d. ekki segja Krakkarnir mínir eru ánægð ef hann ætti eingöngu dætur. Þótt yfirleitt sé hægt að nota samræmiskynið í dæmum af þessu tagi getur ýmislegt þó haft áhrif á það hvort valið er. Eins og nefnt var hér framar er lík- legt að samhljómur orðanna skildir og skyldir hafi þau áhrif að fólk veigri sér við því að segja Foreldrar mínir eru skildir ef um skilnað er að ræða. Ef við lítum svo á eftirfarandi dæmi er líklegt að málnotendur séu kannski ekki á einu máli um það að hvaða marki vísandi kynið (seinni kosturinn) getur gengið ef við hugsum okkur að vitað sé að löggurnar hafi verið karlar:19 (25)a. Yngsta/*Yngsti löggan (samræmiskyn)     var erfið viðureignar. (samræmiskyn)     var erfiður viðureignar. (vísandi kyn) b. Löggurnar lentu í rigningu     og urðu rennblautar. (samræmiskyn)     og urðu rennblautir. (vísandi kyn) Þrjú kyn 23 18 Þótt franska kynjakerfið sé að verulegu leyti svipað því íslenska mun vera erfiðara í frönsku en íslensku að víkja frá samræmiskyni með því að nota vísandi kyn (merkingarlegt kyn) þegar lýsingarorðssagnfyllingar eiga í hlut, sbr. eftirfarandi dæmi (hér tekið frá Jóni Axel Harðarsyni 2001:255): (i) Le nouveau professeur (kk.) est beau (kk.)/*belle (kvk.). [Orðrétt: „Hinn nýi kennari er fallegur/*falleg.“] Hér gengur kvenkyn sagnfyllingarinnar víst ekki þótt verið væri að tala um tiltekinn kven- kennara. 19 Fyrsta dæmið er hér lagað eftir dæmi hjá Önnu Helgadóttur (2011:22), hin að hluta til eftir dæmi hjá Guðrúnu Þórhallsdóttur (2015a:272) en aukin og breytt í samræmi við ábendingar frá yfirlesara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.