Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 221

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Blaðsíða 221
er mun skýrari fókus á mína nálgun. Ég fjalla ekki vítt og breitt um viðfangsefni málkunnáttufræðinnar. Ég er ekki viss um að það hafi verið mistök að öllu leyti, ég held að þessi „kerfislega“ nálgun krefjist fullrar athygli, en það hefði verið sanngjarnt og meira jafnvægi innan 2. kafla ef ég hefði getið um fleiri hliðar mál- kunnáttunnar og málkunnáttufræðinnar. Hvað varðar breytileika þá er hann auðvitað af mörgu tagi eins og þú lýsir. Í rannsókninni beindi ég fyrst og fremst sjónum að honum í því ljósi að málbreyt- ing stæði yfir, eitthvað væri í sókn á kostnað annars. Það sést kannski vel á því að það nánast sló mig út af laginu að sú skyldi ekki vera raunin með skaftfellskan einhljóðaframburð og tvíhljóðaframburð. Gögnin sem ég hafði bjóða ekki upp á athugun á breytileika eftir fjölbreyttum aðstæðum. Á móti kemur, að segja má, sá styrkur þeirra að aðstæður voru tiltölu- lega líkar í öllum rannsóknunum. Einmitt þess vegna eru þau hæf til saman- burðar. Svo má ekki gleyma því að það kom vel fram í RÍN og RAUN, þar sem skoðaðir voru myndalistar, að breytileiki getur komið fram við nákvæmlega sömu aðstæður. Þátttakendur skoðuðu til dæmis mynd af hverfisteini og talið barst gjarna að því hvort hann væri handsnúinn eða fótstiginn. Þá komu sömu orð stundum oft fram í máli sama þátttakanda og framburðurinn gat breyst fram og til baka, en aðstæður breyttust auðvitað ekki neitt. Þátttakandinn sat í sama sóf- anum á móti sama rannsakanda. Það má því segja að á grundvelli þessarar rannsóknar hafi ég ekki mikið fram að færa um fjölbreytileika breytileika. Sumir málfræðingar hafa líka velt fyrir sér stöðu breytileika í málkerfinu. Því hefur til dæmis verið varpað fram að hann sé í ætt við tvítyngi. Ég hef satt að segja enga skoðun á því. Sú spurning hefur ekki leitað á mig — og eitt af því sem þessi rannsókn hefur kennt mér er að einbeita mér að spurningum sem mig langar virkilega til að finna svar við en láta hinar öðrum eftir. Hins vegar finnst mér, eins og ég nefndi áðan, mikilvægt að við gerum fjölbreyttari rannsóknir á íslenskum framburði heldur en hingað til. Svar við spurningu iii):  Það er auðvitað hárrétt hjá þér að við höfum ýmsar óbeinar upplýsingar um félagsnet. Ég hef bara aldrei hugsað þetta svona. Vita - skuld höfum við margs konar vísbendingar um félagsnet á ýmsum stöðum og svæðum og það væri vert að skoða málþróun út frá því. Það segir sig til dæmis svolítið sjálft að þegar Siglufjörður var í hvað örustum vexti hafi það haft áhrif á félagsnetið. Ég var kannski of upptekin af því að ég hefði ekki upplýsingar um félagsnet hjá málhöfum í RAUN-úrtakinu. Ég gat skoðað þróun framburðar hjá hópi einstaklinga en vissi lítið eða ekkert um félagsnet þeirra eða hvernig það hefði þróast. Svar við spurningu iv):  Ég fjalla aðeins um það í ritgerðinni að ég telji að íslenskar rannsóknir beri þess merki að Björn Guðfinnsson kallaði hvert lands- hlutabundið afbrigði mállýsku. Harðmæli er þá ein mállýska og raddaður fram- Svör við andmælum Ara Páls Kristinssonar 221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.