Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 140
Ferlið sérhljóðabreyting taldist til algengustu virku ferlanna hjá
yngri börnunum í samanburðarhópnum en í rannsókn Önnu Lísu
Benediktsdóttur (2018) var ferlið þó ekki talið með í töflu yfir algengustu
ferlin þótt það væri algengt. Hugsanlega hefði átt að telja það með í þeirri
rannsókn, eins og hér er gert, því í yngsta aldurshópnum (2;6‒2;11 ára)
notuðu 73,5% barnanna ferlið. Auk þess kom ferlið fremur oft fyrir við
þriggja og fjögurra ára aldur eða hjá 27,6% þriggja ára barna og 6,7% fjög-
urra ára barna. Ferlið telst því, samkvæmt niðurstöðum Önnu Lísu,
einnig nokkuð algengt í tali barna með dæmigerða hljóðþróun. Þó svo að
hljóðferlið teljist algengt meðal rannsóknarhópsins í þessari rannsókn
þarf að kanna hvort umfang slíkra frávika gefi tilefni til sérstakrar með -
ferðar í talþjálfun. Í rannsókn Önnu Lísu Benediktsdóttur o.fl. (2019–
2020) var hvatt til frekari rannsókna á sérhljóðatileinkun í máltöku barna.
Niðurstöður þessarar rannsóknar á börnum með málhljóðaröskun gefa til
kynna að rík ástæða sé til þess sakir þess hve mörg frávik fundust meðal
sérhljóða. Þess vegna er lagt til að viðmiðum um sérhljóð í hljóðferlagrein-
ingu Málhljóðaprófs ÞM sé breytt. Í stað þess að fella ferlið undir flokkinn
annað væri eflaust betra að gera það að sérstöku ferli, sérhljóðabreyt-
ing, og fella það undir flokkinn „skiptihljóðun“. Enn fremur þyrfti að
gera ráð fyrir fleiri en þremur tilvikum til að ferlið teljist virkt, þar sem
þetta er eina ferlið sem nær yfir sérhljóðaskipti en öll hin ferlin taka til
samhljóða. Miða mætti við að barn verði að hafa a.m.k. átta tilvik um sér-
hljóðabreytingar til að ferlið teljist virkt. Þegar rýnt var í gögn Önnu Lísu
Benediktsdóttur (2018) virtist vera samband á milli þess fjölda og beiting-
ar samhljóðaferla hjá viðkomandi börnum. Með öðrum orðum, börn með
a.m.k. átta tilvik af sérhljóðabreytingum voru iðulega með fleiri en þrjú
virk samhljóðaferli. Nákvæman fjölda þarf þó að ákvarða í kjölfar frekari
rannsókna á eðli sérhljóðabreytinganna. Einnig kæmi til greina að gera
sérhljóðagreininguna nákvæmari með því að tiltaka helstu breytingar á
sérhljóðum sem algengar eru meðal barna með frávik í framburði.
Að vissu leyti er hægt að bera niðurstöður eldri barnanna í rannsóknar -
hópnum í þessari rannsókn saman við niðurstöður rannsóknar Þóru
Másdóttur (2008). Þar var könnuð hljóðferlanotkun níu barna á aldrinum
fjögurra og fimm ára með greinda málhljóðaröskun. Að vísu var aldurs-
dreifingin í hópnum ekki alveg sambærileg, sjö börn voru á aldrinum
4;1‒4;10 en hin börnin tvö voru eldri en börnin í þessari rannsókn (5;3
og 5;5 ára). Að meðaltali notuðu börnin í rannsókn Þóru Másdóttur (2008)
11 virk ferli (spönnin var 8‒14), sem eru nokkuð fleiri ferli en koma fram
Þóra Másdóttir o.fl.140