Kraftur - 2023, Blaðsíða 5

Kraftur - 2023, Blaðsíða 5
B ls. 5 Kraftur Viðtöl Greinar Annað Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, sími 866-9600, stuðningssími 966-9618. www.kraftur.org, kraftur@kraftur.org. Ábyrgðarmaður og ritstjórn: Laila Sæunn Pétursdóttir. Ritstjórn: Sunna Kristín Hilmarsdóttir, Aðalheiður Dögg Finnsdóttir og Þórunn Hilda Jónasdóttir. Umbrot: Hrefna Lind Einarsdóttir. Prófarkalestur: Guðlaug Birna Guðjónsdóttir. Forsíðuljósmynd: Þórdís Reynisdóttir. Prentun Prentmet Oddi. Helsta áskorunin að halda í sérhæfinguna á sameinaðri deild Bls. 16 Við ræddum við Signýju Völu Sveinsdóttur, yfirlækni blóðlækninga á Landspítalanum um sameiningu á legudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11EG, legu deild blóðlækninga, 11G, og legudeild krabba meins- lækninga, 11 E og áhrif hennar á sjúklinga og starfsfólk. Börnin gáfu mér styrk til að halda áfram Bls. 22 Kristjana Björk Traustadóttir og Atli Viðar Þorsteinsson hafa svo sannarlega þurft að reyna margt undanfarin ár. Covid, barneignir, atvinnumissir, heilsubrestur, andlát í fjöl skyldunni, sorg og svo greindist Kristjana með brjóstakrabbamein ofan á allt saman. Þau leyfðu okkur að skyggnast inn í líf sitt. Fagnar lífinu. Bls. 29 Í síðasta tölublaði af Krafti fengum við innsýn inn í líf Egils Þórs Jónssonar en líf hans gjörbreyttist á einni nóttu þegar hann greindist með stóreitilfrumu krabbamein og var vart hugað líf. Nú ári síðar fengum við að heyra hvernig staðan er hjá honum. „Fólk getur varla hreyft sig þarna“. Bls. 34 Krabbameinsfélagið ætlaði að veita stjórn völdum allt að 450 milljónum króna til að bæta aðstöðu krabbameinsdeildar en dró svo þá ákvörðun til baka ári síðar. Af hverju? Við ræðum við Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins um húsnæðismál Landspítalans. Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Bls. 7 Í byrjun árs stóð yfir fjáröflunarátak Krafts þar sem vakin var athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda, þjónustu Krafts og Lífið er núna húfur seldar. Hverfulleiki lífsins og vonin að vopni. Bls. 12 Sunna Kristín Hilmarsdóttir, félagskona í Krafti, skrifar pistil um lífsreynslu sína að greinast með mergæxli einungis 37 ára gömul og að missa vinkonu sína úr krabbameini um svipað leyti og hún var að hefja sjálf meðferð. Listin að deyja og að tala um dauðann. Bls. 32 Við fjöllum um hlaðvarp Krafts — Fokk ég er með krabbamein — og þáttinn Listin að deyja þar sem Rósa Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og djákni á Land- spítalanum fer yfir það hversu mikilvægt það sé að undirbúa sig undir dauðann hvort sem maður er aðstandandi eða sá sem liggur fyrir honum. Takk Njalli & vinir hans. Bls. 38 Haldnir voru stórkostlegir tónleikar í Háskóla bíói á dögunum til minningar og heiðurs hljóm borðs leikarans Njáls Þórðar- sonar og rann allur ágóði til styrktar Krafti. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum. Bls. 6 Vefverslun Krafts. Bls. 10 Kosý hjá Krafti. Bls. 11 Vissir þú að Kraftur styður fjárhagslega við félagsmenn? Bls. 19 Skartgripalína Krafts. Bls. 20 Fögnum nýju & kraftmiklu starfsfólki. Bls. 28 Efnisyfirlit Tips um lyfjagjöf. Bls. 33 Fallnir félagar Bls. 40 Ráð til aðstandenda. Bls. 41 Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir. Bls. 42 Takk innilega fyrir stuðninginn. Bls. 44 Ætlar þú að hlaupa af Krafti. Bls. 45

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.