Kraftur - 2023, Blaðsíða 44

Kraftur - 2023, Blaðsíða 44
B ls .4 4 Umfjöllun B ls .4 4 Kraftur er alfarið rekinn fyrir góðvild og vel vilja fyrir tækja og einstaklinga í þjóð - félaginu. Hjartans þakkir fyrir stuðninginn. Án ykkar gætum við ekki hjálpað öðrum. Hér eru nokkrir af þeim styrkjum sem Kraftur hlaut á starfsárinu. Torfærulið styrkti Kraft Torfærulið Ingvars Jóhannes- sonar / Víkingurinn tók þátt í Ameríkukeppni íslenskrar torfæru í október. Auglýsinga flötur á toppi bílsins var seldur á uppboði og bolir seldir í ferðinni og rann allur ágóði óskiptur til Krafts. Ingvar afhenti Krafti 300.000 krónur sem var afrakstur söfnunarinnar. Seldu snúða og fleira fyrir Kraft Skátafélagið Vífill seldi kanil- snúða og annan varning til styrktar Krafti í vor í sölubási í Garðabæ og á Álftanesi sem og með því að ganga í hús. Það var virkilega vel tekið í þetta framtak þeirra. Meira að segja forsetinn sjálfur kíkti við og keypti sér snúða í sunnudagskaffið. Alls söfnuðust 550.000 kr. Sýrlenskur styrktarkvöldverður Þau Kinan, Talal og Zinab héldu sýrlenskan styrktarkvöldverð hjá Krafti. Borðin hreinlega svignuðu undan sýrlenskum veitingum og yfir 100 manns mættu í Skógarhlíðina og söfnuðust yfir 300.000 krónur. Hlupu í drullu til styrktar Krafti Hjónin Viktoría Jensdóttir, félagskona í Krafti, ásamt eiginmanni sínum Stuart Maxwell hlupu sannkallað drulluhlaup í Bretlandi og söfnuðu áheitum til styrktar Krafti í leiðinni. Þau söfnuðu alls 382.000 krónum og ákváðu að láta upphæðina renna í Minningarsjóð Krafts. Takk innilega fyrir stuðninginn Kraftur

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.