Kraftur - 2023, Blaðsíða 25

Kraftur - 2023, Blaðsíða 25
Viðtal Kristjana fór í sex sterkar lyfjagjafir og svo í skurð aðgerð þar sem hægra brjóstið var tekið. Hún ákvað að fara ekki í uppbyggingu og finnst í raun skrýtið hvernig kerfið miðar að því að konur fari í uppbyggingu eftir brjóstnám. „Ég er núna búin að vera að fá lyf í æð á þriggja vikna fresti í heilt ár og kláraði síðustu lyfja gjöfina núna í lok apríl en verð á and hormóna töflum næstu 5-10 árin. Ég var heppin að æxlið hafði ekki dreift sér og var því skurðtækt en í kjölfarið vildi ég alls ekki fá púða sem taldir eru vera krabba meins valdandi, eða færa fitu annars staðar af líkamanum til að fá brjóst með tilheyrandi inngripi. Það er ekki eins og líkaminn á mér sé ekki búinn að ganga í gegnum nægilega mikið og það er ekki eins og ég þurfi brjóst til að sinna mínu daglega lífi,“ bætir hún við. Búið að vera ógeðslega erfitt Atli og Kristjana viðurkenna alfarið að þetta sé búið að vera afskaplega erfitt tímabil hjá þeim. „Ég missi bróðir minn í september, jarða hann í byrjun október, um miðjan október sé ég ritstolnu minningargreinina hans Reynis Traustasonar í Mannlífi og svo missti ég vinnuna í byrjun nóvember. Ofan á allt annað vorum við, og erum, með tvö ung börn með öllu sem þeim tilheyrir. Ég hreinlega bara spíralaði niður, svaf sama og ekki neitt. Ef ég svaf fékk ég martraðir,“ segir Atli. Þegar hann hafði haft tækifæri og tíma til að vinna í sorgarferlinu sínu þá hafði hann í byrjun mars ákveðið að leita sér að vinnu en þá greindist Kristjana með krabbameinið. „Við ákváðum að hann myndi hætta að leita að vinnu. Það yrði nauðsynlegt að hafa hann heima næstu mánuði,“ bætir Kristjana við. Atli fór þá að einbeita sér að plötusnúða mennsk- unni en þau voru heppin með að Covid-ástandinu létti í mars og fólk var búið að bíða lengi eftir að halda brúðkaupsveislur og árshátíðir og annað eins. Þegar Kristjana greindist stofnuðu systur hennar reikning sem vinir og vandamenn lögðu inn á. „Það var ómetanlegt og mikil aðstoð í því. Sá peningur fleytti okkur í gegnum fyrstu mánuðina. Næstu mánuði voru það DJ giggin og peningahjálp frá fjölskyldu. Svo kom á daginn að við fengum peninga út úr tryggingunum - ég mæli því með sjúkdómatryggingu.“ „Ég var alveg viss um að það kæmi eitthvað svona ákvæði í smáa letrinu að akkúrat þessi tegund af krabbameini félli ekki undir trygginguna. Þegar peningurinn kom svo inn á bankareikninginn þorði ég ekki að hreyfa við honum fyrst um sinn því ég var viss um að þau myndu taka hann aftur af okkur,“ bætir Kristjana við. Það vissulega reyndi verulega á þau að Atli var að vinna fram á nætur og Kristjana mjög þreytt eftir lyfjagjafir en þau reyndu að gera hið besta úr þessu. „Ég var einu sinni korter í taugaáfall af þreytu en þá komu vinir mínir og fóru með mig í skemmtiferð til Reykjavíkur. En þetta var eitthvað sem þeir plönuðu með Kristjönu, þegar hún fann að ég var alveg búinn á því og hún hafði orku fyrir börnin. En plötusnúðagiggin hjálpuðu mér líka við að kúpla út því þá var ég í hlutverki sem ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera. Því maður veit ekkert hvað maður er að gera þegar krabbamein er annars vegar,“ segir Atli. B ls. 25 Kraftur

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.