Kraftur - 2023, Blaðsíða 36

Kraftur - 2023, Blaðsíða 36
„Fólk getur varla hreyft sig þarna“ „Krabbameinsfélagið lofar því á aðalfundi sínum 2021 að ef stjórnvöld séu tilbúin til að setja þetta verkefni í forgang og hefjast strax handa þannig að ný deild verði tilbúin á þremur árum þá sé félagið tilbúið að setja í það allt að 350 milljónir króna og setja svo í gang sérstaka söfnun til að upphæðin verði 450 milljónir króna í allt. Við kynntum þetta auðvitað fyrir stjórnvöldum og Landspítala en það komu í raun og veru engin viðbrögð. Þetta var skilyrt ákvörðun og ekki þannig að félagið millifærði upphæðina, ekki peningar sem voru réttir spítalanum sem slíkum, heldur fjármunir sem félagið var tilbúið til að leggja til byggingarinnar ef stjórnvöld tækju undir og settu verkefnið af stað. Þegar það lá fyrir að það yrði ekki og loforð félagsins skipti ekki máli, á aðalfundinum 2022, þá var það í raun sjálfgefið að ákvörðunin félli úr gildi. Af því að þetta hafði augljóslega ekki virkað. Við náðum í gang mikilli umræðu um málið sem var auðvitað mjög jákvætt, það komst á dagskrá en það var alveg augljóst að þetta snerist ekki um peninga, það var ekki vandinn,“ segir Halla. Mikil fjölgun krabbameinstilfella á næstu árum Hver var þá vandinn? „Öll húsnæðismál spítalans voru og eru í einhverri deiglu. Það liggur fyrir að í næsta áfanga nýja Landspítala á að byggja dag- og göngudeildarhús og auðvitað hlýtur að vera best að krabbameinsþjónustan fari í splunkunýtt og fínt hús. En hvernig sem á það er litið er ekki hægt að bíða eftir því, það verður að bregðast við þessu aðstöðuleysi núna og alveg sama hver ákvörðunin er til framtíðar þá verður að búa til einhverja bráðabirgðalausn. Það kæmi ekki á óvart að slíka lausn þyrfti að nýta í 10 ár,“ segir Halla og bendir í því samhengi á spá um mikla fjölgun krabbameinstilfella á allra næstu árum. Nú greinast um 1.800 manns á ári en því er spáð að árið 2030 verði sú tala komin upp í 2.300 manns. Þá séu mun fleiri á lífi í dag sem hafa greinst með krabbamein en voru um síðustu aldamót og fer fjölgandi. „Árið 2000 voru 7.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Tuttugu árum seinna, í árslok 2021, þá eru það rétt um 17.000 manns. Því er spáð að árið 2030 verði þessi tala komin upp í 26.000 og árið 2040 í 30.000. Við vitum auðvitað ekki hversu stór hópur er áfram þjónustu þegar spítalans en það verður örugglega mikill fjöldi. Þessi spá liggur fyrir og það er mjög bæði ábyrgðarlaust og grafalvarlegt að ætla ekki að vera undirbúin,“ segir Halla. B ls .3 6 Kraftur

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.