Kraftur - 2023, Blaðsíða 12

Kraftur - 2023, Blaðsíða 12
B ls .1 2 „Klisjur eru klisjur af því að þær eru sannar.“ Þetta sagði ein besta vinkona mín við mig fyrir rúmu ári síðan þar sem við sátum og bárum saman bækur okkar, báðar í lyfjameðferð við krabbameini. Ég með mergæxli, hún með brjóstakrabbamein. Við vorum að ræða hvernig sýn manns á lífið breytist þegar maður greinist með lífsógnandi sjúkdóm. Klisja, en sönn reynsla, sem ég held að flest okkar sem greinumst með krabbamein tengjum við. Aðstandendur okkar geta án efa líka tengt þessa nýju lífssýn, sem og við frasa á borð við „Lífið er núna,“ slagorð Krafts. Hverfulleiki lífsins og vonin að vopni Nokkrum mánuðum síðar var ég rækilega minnt á hverfulleika lífsins þegar þessi besta vinkona mín lést úr krabbameininu sem hún hafði verið að berjast við, og það nokkuð skyndilega. Hún lést á laugardegi og á mánudeginum mætti ég eldsnemma á 11B til að hefja stofnfrumusöfnun. Það átti að safna í þrjár stofnfrumumeðferðir svo það voru meiri líkur en minni á að ég yrði föst við söfnunarvélina frá Blóðbankanum lungann úr vikunni. Á deildinni þar sem vinkona mín hafði verið í lyfjameðferð. Á kvöldin þurfti ég svo að fara á deildina þar sem hún lést, til að fá örvunarsprautu fyrir stofnfrumurnar mínar. Mig langaði helst að hætta við allt. Þetta var allt svo rangt, ósanngjarnt og hrikalega erfitt. Grein - Sunna Kristín Hilmarsdóttir B ls .1 2 Kraftur

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.