Kraftur - 2023, Blaðsíða 14

Kraftur - 2023, Blaðsíða 14
Hverfulleiki lífsins og vonin að vopni aftur á fimmtudegi og fara heim um kvöldmat. Viku síðar átti ég síðan að leggjast aftur inn á 11G í varnareinangrun á meðan versti hluti meðferðarinnar gengi yfir. Allt gekk þetta samkvæmt áætlun en í að drag- and um missti ég algjörlega trúnna á lækna- vísindun um. Það var gefið að ég yrði mjög lasin, fengi til dæmis einhverja sýkingu á meðan ég væri alveg ónæmisbæld, og ég var handviss um að læknarnir myndu ekki geta læknað mig. Þeim tókst ekki að bjarga vinkonu minni svo af hverju ættu þeir að geta bjargað mér? Þeir vissu augljóslega ekkert hvað þeir væru að gera. Ofsakvíðakast á bráðamóttöku Ég ræddi þetta í þaula við lækninn minn sem hlustaði gaumgæfilega og gerði svo sitt besta til að sannfæra mig um að ég myndi ekki deyja. Ég trúði honum ekki og óttinn við dauðann varð yfirþyrmandi. Ofan í tortryggnina og óttann kom svo samviskubit yfir því að vera á lífi. Af hverju dó vinkona mín en ekki ég? Hvaða sanngirni og réttlæti var í því? Ekkert. Flest gekk eins og læknirinn hafði spáð fyrir hér um fyrir utan eitt. Ég var útskrifuð af 11G, fór heim og allt leit þokkalega út. Eitthvað gerðist svo heima sem gerði það að verkum að ég varð ennþá veikari en ég hafði verið í einangruninni. Sambýlismaður minn hringdi í heimahjúkrunina sem var enn með mig á sínum snærum. Hjúkrunarfræðingurinn á vakt sendi okkur á bráðamóttökuna. Þar sem ég sat grátandi í hjólastól á biðstofunni á bráðamóttökunni með 40 stiga hita og hækkandi leið mér eins og ég væri nær dauða en lífi. Ég stoppaði stutt á biðstofunni og fékk sérherbergi (með sérsalerni) inni á bráðadeildinni. Algjör lúxus þótt enginn gluggi væri á herberginu. Þegar upp í sjúkrarúm var komið tók við eitthvað sem ég get ekki lýst öðruvísi en ofsakvíðakasti. Ég öskurgrenjaði með tilheyrandi látum og ekkasogum á milli þess sem ég sagði manninum mínum að ég væri að fara að deyja. Allt sem ég hafði óttast, allt sem ég hafði verið fullviss um að myndi gerast – var að fara að gerast. Læknarnir vissu augljóslega ekkert hvað væri í gangi og ég var að fara að deyja. Sorg og reiði, bugun og leiði Ég dó augljóslega ekki. Þremur mánuðum eftir dvölina á bráðamóttökunni var ég aftur mætt á 11G í stofnfrumumeðferð númer 2. Hún gekk að öllu leyti betur en sú fyrri, ég varð ekki eins lasin og endaði ekki á bráðamóttöku eftir útskrift. Síðustu mánuðir hafa farið í endurhæfingu, meðal annars í Ljósinu og á Reykjalundi, og ég er byrjuð í viðhaldsmeðferð. Líkamlega endurhæfingin hefur gengið betur en sú andlega. Síðustu vikur hef ég upplifað alls konar tilfinningar sem ég tók meðvitaða ákvörðun um að bæla niður til að koma hausnum á réttan stað fyrir stofnfrumumeðferðirnar. Sorg og reiði, bugun og leiði. Kraftur B ls .1 4

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.