Kraftur - 2023, Blaðsíða 40

Kraftur - 2023, Blaðsíða 40
Kraftur Fallnir félagar Kraftur heldur úti minningarsjóði sem hefur þann tilgang að aðstoða með útfarakostnað þegar félagsmaður Krafts fellur frá vegna krabbameins eða afleiðingum þess. Nánustu aðstandendur geta sótt um slíkan styrk í minningarsjóðinn til félagsins. Sjóðurinn hefur verið við lýði síðan árið 2019. Hann var stofnaður til að heiðra minningu fallins félaga Bjarka Más Sigvaldasonar sem lést það ár og til að halda á lofti þeim gildum sem Bjarki stóð fyrir, sem voru að láta veikindin ekki stjórna lífi sínu, heldur lifa fyrri daginn í dag. Hjá Krafti fást minningarkort sem eru falleg kort sem hægt er að senda í minningu látins félaga eða ástvinar til aðstandenda. Allur ágóði minningakorta Krafts renna í Minningarsjóðinn. Umfjöllun B ls .4 0 Að auki á Kraftur fallegan sorgarfána sem hægt er að óska eftir að sé settur upp við útför fallins félaga. Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins og óska eftir því og mun félagið sjá um að koma fánanum á staðinn. Þessa dagana erum við með í vinnslu minningar kort sem við sendum til ástvina þegar einn af okkar góðu félögum fellur frá. Þar viljum við votta ástvinum samúð okkar og í leiðinni minna þau á að hlúa að sjálfum sér og nýta alla þá aðstoð sem í boði er fyrir syrgjandi ástvini, hjá öflugum félagasamtökum sem einbeita sér að syrgjendum t.a.m. Ljónshjarta og Sorgarmiðstöð svo einhver séu nefnd. Að auki erum við í Krafti ætíð til staðar fyrir þá.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.