Kraftur - 2023, Blaðsíða 41
Kraftur
Ráð til
aðstand-
enda
Að vita hvað maður á að segja
þegar einhver nákominn manni fær
krabbamein getur verið vandasamt.
Við spurðum félagsmenn okkar að
því hvað af því sem fólk hafi sagt í
ferlinu sem hefði farið í taugarnar á
þeim og hvað þau hefðu í raun viljað
heyra frekar.
Setningar á borð við „þetta er nú bara
hár“, að halla undir flatt og segja
með aumkunnartóni „hvernig hefur
þú það“ og „láttu mig vita ef það er
eitthvað sem ég get gert“ eru dæmi
um algeng viðbrögð fólks. Sem eru
auðvitað eðlileg, því sem betur fer
erum við ekki með mikla reynslu af
því að ástvinir okkar fái krabbamein.
Eðli málsins samkvæmt þá er þetta
persónubundið og því þarf að vega
og meta í hvert sinn.
En hvað á maður þá að segja og gera?
Til dæmis varðandi það að missa hárið ætti
kannski ekki að tala um hvað maður er sætur
með skalla eða að þetta sé nú bara hár sem vex
aftur. Þá væri kannski betra að segja „ég skil að
þér þykir erfitt að missa hárið og sért í óvissu um
hvernig hár komi til baka eða spyrja hreinlega
hvernig líður þér með að missa hárið?“ Hár er
mikið karaktereinkenni hjá mörgum og því stór
partur af persónunni sem fer og því mikilvægt að
sýna fólki nærgætni og skilning hvað það varðar.
Matarlyst getur verið af skornum skammti og
stundum í ferlinu er bara stór sigur að geta komið
einhverju niður hvort sem það er heilt gosglas eða
súkkulaðistykki. Það er því ekki góð hugmynd að
vera endilega að gagnrýna það sem viðkomandi
er að borða í hvert sinn, kannski er þetta bara það
eina sem kom til greina.
Umfjöllun
Vinsæl spurning til krabbameinsgreindra er
„hvernig líður þér?“ En vill fólk í raun og veru fá
langa svarið um allt það sem krabbameinsmeðferð
fylgir eða vill það bara fá ég hef það fínt. Gæti
mögulega verið betra að spyrja um hvernig er
staðan á þér í dag og þá getur viðkomandi gefið
bara stutta svarið þá stundina.
Ekki draga úr þínum hversdaglegu uppákomum
af því þú ert að tala við krabbameinsgreindan
einstakling. Ef þetta er það sem þið hafið verið að
ræða alla jafna fyrir greiningu ekki hætta því. Allt
sem tengir við „normal“ lífið fyrir greiningu gefur
ákveðið frí frá endalausu krabbameinstali.
Síðast en ekki síst ekki segja „láttu mig vita ef
ég get gert eitthvað fyrir þig“ gerðu frekar bara
eitthvað. Komdu í heimsókn og með veitingar
með þér, lagaðu til, passaðu börnin, taktu þvottinn,
kauptu í matinn, eldaðu kvöldmatinn bara hvað
eina sem gæti létt undir hjá viðkomandi
er velkomið.
Að vera jákvæður í tali og tala um uppbyggjandi
hluti, plana eitthvað í framtíðinni sem hægt væri
að hlakka til að meðferð lokinni.
B
ls. 41