Kraftur - 2023, Blaðsíða 37
Viðtal
Kraftsblaðið sendi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið til að
forvitnast um stöðuna varðandi bætta aðstöðu á 11B og
11C. Meðal annars var spurt út í hvort þarfagreiningu væri
lokið en fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn á þingi
haustið 2022 um málið að ráðast þurfi í þarfagreiningu
og endurmat á þörfum fyrir húsnæði sjúkrahússins.
Í svari ráðuneytisins sem barst í lok mars síðastliðinn segir:
Kraftur
B
ls. 37
Heilbrigðisráðuneytið átti nýlega góðan fund með fulltrúum Krabbameinsfélags
Íslands (KÍ) þar sem rædd voru ýmis mál tengd krabbameinsþjónustu og
stöðu krabbameinsáætlunar stjórnvalda. Umræddir fjármunir voru ekki
til umfjöllunar á þeim fundi, enda upplýsti KÍ ráðuneytið með bréfi dags.
31.05.2022 að ákvörðun KÍ um að leggja allt að 450 m.kr. til byggingar nýrrar
dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga hefði fallið úr gildi með ákvörðun
aðalfundar í maí 2022. Í bréfinu kom jafnframt fram að fyrirhugað væri nýta
fjármunina til framgangs markmiða félagsins.
Það skal tekið skýrt fram að heilbrigðisráðuneytið mat mikils rausnarlegt
tilboð KÍ. Eins og kom fram í tilvitnuðu svari ráðherra við fyrirspurn á Alþingi
varðandi málið, skorti forsendur til að þiggja fjármagnið, þar sem ekki lá
fyrir sú þarfagreining sem er grundvöllur uppbyggingar framtíðarhúsnæðis
þessarar þjónustu. Vinna við þarfagreininguna stendur yfir. Þess má einnig
geta að á næstunni verður kynnt fyrsta áfangaskýrsla stýrihóps (Stýrihópur
um verkefni nýs Landspítala ohf.) um nýjan Landspítala við Hringbraut þar
sem fjallað er um stöðu framkvæmda í fyrsta áfanga verkefnisins og framhald
uppbyggingarinnar í öðrum áfanga þessa risavaxna verkefnis. Á grundvelli
áfangaskýrslunnar og þegar niðurstöður þarfagreiningarinnar liggja fyrir
mun fasi 2 í uppbyggingu NLSH hefjast. Þar verður lögð áhersla á að tryggja
uppbyggingu fyrir þjónustuna, og einnig verða komnar forsendur fyrir
viðræðum við haghafa um framhaldið, þ.m.t. KÍ.
Ljóst er að Landspítali hefur farið í mikla og góða vinnu vegna deilda 11B og
11C og hafi náð að hámarka nýtingu á því plássi sem deildirnar hafa nú þegar,
þótt enn vanti upp á plássið. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra heimsótti
deildirnar nýlega og leggur mikla áherslu á að vinna að bættri aðstöðu
sjúklinga og starfsmanna eins fljótt og auðið er. Því er nú verið að skoða allar
mögulegar leiðir varðandi aukið rými fyrir starfsemi þessara deilda.